Fótbolti

Hannes: Aldrei verið jafn sorg­mæddur eftir tap

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hannes fagnar marki Gylfa SIgurðssonar.
Hannes fagnar marki Gylfa SIgurðssonar. Getty/Laszlo Szirtesi

„Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi í kvöld.

„Maður veit aldrei þegar það er eins marks forysta en venjan er að við höfum siglt þannig leikjum heim. Við höfum verið góðir í því og ég bjóst ekki við marki.“

Hannes segir að það hafi verið ansi svekkjandi að fá þessi mörk á sig í lokin því honum fannst leikurinn spilast eins og þeir hafi viljað.

„Eftir að skrekkurinn var farinn úr manni þá leið mér vel og spilaðist eins og við vildum. Þetta er grátlegt.“

Hannes segir að mögulega hafi þeir verið orðnir eitthvað þreytulegir undir lokin.

„Það vantaði einhvern smá neista. Menn gáfu allt en menn voru orðnir orkulausir. Við erum komnir það nálægt þessu að það á ekki að skipta máli.“

Var þetta síðasti dansinn með þessu liði?

„Ég hef ekki hugmynd um það. Það verður að koma í ljós,“ sagði Hannes.

Klippa: Viðtal við Hannes Þór

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×