England og Skotland saman í riðli annað Evrópumótið í röð | Mætast á sama velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2020 07:00 Árið 1996 mættust Skotland og England á Wembley í riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Árið 2021 munu þau gera slíkt hið sama. Shaun Botterill/Allsport Eftir sigur Skotlands á Serbíu í gær er ljóst að Skotar eru á leið á sitt fyrsta stórmót í knattspyrnu frá árinu 1998. Annað Evrópumótið í röð eru þeir með Englendingum í riðli þó 25 ár séu á milli móta. Það sem meira er, liðin mætast á sama velli og árið 1996. Í gær tryggði Skotland sér þátttökurétt á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Sigurinn gat vart verið dramatískari en liðið mætti Serbíu á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1 og það var hún einnig eftir framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem David Marshall – 35 ára gamall markvörður Derby County sem situr um þessar mundir á botni ensku B-deildarinar – reyndist hetja Skota. Eftir að fyrstu níu spyrnurnar höfðu sungið í netinu var komið að Aleksandar Mitrović. Þurfti hann að skora til að tryggja bráðabana. Marshall varði og eftir að hafa fengið það staðfest frá dómara leiksins að hann hefði ekki farið með báða fætur af línunni þá hreinlega varð allt vitlaust, Skotlands-megin þar að segja. David Marshall waits for confirmation that Scotland are going to the Euros...pic.twitter.com/HkK7DrqqAU— Balls.ie (@ballsdotie) November 12, 2020 Skotland tryggði sér þar með þátttöku á sínu fyrsta stórmóti frá árinu 1998 þegar liðið tók þátt á HM í Frakklandi. Tveimur árum áður hafði liðið verið á EM sem fram fór í Englandi. Það sem meira er, árið 1996 voru Skotland og England saman í riðli – ásamt Hollandi og Sviss. Það sama er upp á teningnum næsta sumar þar sem Skotland og England eru aftur saman í riðli, að þessu sinni ásamt Króatíu og Tékklandi. Þessir fornu fjendur eru því saman í riðli annað Evrópumótið í röð, þó það séu 25 ár á milli móta. Það sem meira er, þau mætast aftur á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga sem staðsettur er í Lundúnum. Völlurinn hefur farið í gegnum miklar breytingar frá því árið 1996 en heitir þó enn sama nafni. Scotland will play England in their second group game of Euro 2020 on June 18 2021.A date for the diary, Scotland fans. — Sky Sports Football (@SkyFootball) November 12, 2020 Stóra spurningin er svo hvort Skotar hefni fyrir tapið frá því 1996. England vann 2-0 þökk sé mörkum frá Alan Shearer og Paul Gascoigne. Í stöðunni 0-0 varði David Seaman - marvörður Englands- vítaspyrnu frá Gary McAllister sem átti heldur betur eftir að snúa leiknum Englandi í dag. Þeir skoruðu tvö mörk í kjölfarið, unnu leikinn og svo síðar meir riðilinn. Að sama skapi sátu Skotar eftir með súrt bragð í munninum. Liðið endaði í 3. sæti riðilsins með fjögur stig líkt og Holland. Bæði lið voru með markatöluna mínus eitt mark en þar sem Hollendingar höfðu skorað fleiri mörk en Skotarnir þá fóru þeir áfram í 8-liða úrslit mótsins. Þá var Gareth Southgate, núverandi þjálfari enska landsliðsins, í byrjunarliði Englands í leiknum. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Skotland og Slóvakíu tryggðu sér sæti á EM á dramatískan hátt Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. 12. nóvember 2020 22:15 „Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Liverpool maðurinn Andy Robertson spilar í kvöld einn stærsta leikinn sinn á ferlinum þegar hann leiðir skoska liðið út í hreinan úrslitaleik í Belgrad. 12. nóvember 2020 18:16 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Eftir sigur Skotlands á Serbíu í gær er ljóst að Skotar eru á leið á sitt fyrsta stórmót í knattspyrnu frá árinu 1998. Annað Evrópumótið í röð eru þeir með Englendingum í riðli þó 25 ár séu á milli móta. Það sem meira er, liðin mætast á sama velli og árið 1996. Í gær tryggði Skotland sér þátttökurétt á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Sigurinn gat vart verið dramatískari en liðið mætti Serbíu á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1 og það var hún einnig eftir framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem David Marshall – 35 ára gamall markvörður Derby County sem situr um þessar mundir á botni ensku B-deildarinar – reyndist hetja Skota. Eftir að fyrstu níu spyrnurnar höfðu sungið í netinu var komið að Aleksandar Mitrović. Þurfti hann að skora til að tryggja bráðabana. Marshall varði og eftir að hafa fengið það staðfest frá dómara leiksins að hann hefði ekki farið með báða fætur af línunni þá hreinlega varð allt vitlaust, Skotlands-megin þar að segja. David Marshall waits for confirmation that Scotland are going to the Euros...pic.twitter.com/HkK7DrqqAU— Balls.ie (@ballsdotie) November 12, 2020 Skotland tryggði sér þar með þátttöku á sínu fyrsta stórmóti frá árinu 1998 þegar liðið tók þátt á HM í Frakklandi. Tveimur árum áður hafði liðið verið á EM sem fram fór í Englandi. Það sem meira er, árið 1996 voru Skotland og England saman í riðli – ásamt Hollandi og Sviss. Það sama er upp á teningnum næsta sumar þar sem Skotland og England eru aftur saman í riðli, að þessu sinni ásamt Króatíu og Tékklandi. Þessir fornu fjendur eru því saman í riðli annað Evrópumótið í röð, þó það séu 25 ár á milli móta. Það sem meira er, þau mætast aftur á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga sem staðsettur er í Lundúnum. Völlurinn hefur farið í gegnum miklar breytingar frá því árið 1996 en heitir þó enn sama nafni. Scotland will play England in their second group game of Euro 2020 on June 18 2021.A date for the diary, Scotland fans. — Sky Sports Football (@SkyFootball) November 12, 2020 Stóra spurningin er svo hvort Skotar hefni fyrir tapið frá því 1996. England vann 2-0 þökk sé mörkum frá Alan Shearer og Paul Gascoigne. Í stöðunni 0-0 varði David Seaman - marvörður Englands- vítaspyrnu frá Gary McAllister sem átti heldur betur eftir að snúa leiknum Englandi í dag. Þeir skoruðu tvö mörk í kjölfarið, unnu leikinn og svo síðar meir riðilinn. Að sama skapi sátu Skotar eftir með súrt bragð í munninum. Liðið endaði í 3. sæti riðilsins með fjögur stig líkt og Holland. Bæði lið voru með markatöluna mínus eitt mark en þar sem Hollendingar höfðu skorað fleiri mörk en Skotarnir þá fóru þeir áfram í 8-liða úrslit mótsins. Þá var Gareth Southgate, núverandi þjálfari enska landsliðsins, í byrjunarliði Englands í leiknum.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Skotland og Slóvakíu tryggðu sér sæti á EM á dramatískan hátt Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. 12. nóvember 2020 22:15 „Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Liverpool maðurinn Andy Robertson spilar í kvöld einn stærsta leikinn sinn á ferlinum þegar hann leiðir skoska liðið út í hreinan úrslitaleik í Belgrad. 12. nóvember 2020 18:16 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Skotland og Slóvakíu tryggðu sér sæti á EM á dramatískan hátt Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. 12. nóvember 2020 22:15
„Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Liverpool maðurinn Andy Robertson spilar í kvöld einn stærsta leikinn sinn á ferlinum þegar hann leiðir skoska liðið út í hreinan úrslitaleik í Belgrad. 12. nóvember 2020 18:16