Fótbolti

Þægi­legt hjá Eng­landi | Marka­laust hjá Wa­les og Banda­ríkjunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir þrír áttu frábæran leik í kvöld.
Þessir þrír áttu frábæran leik í kvöld. Nick Potts/Getty Images

England vann Írland 3-0 í æfingaleik í kvöld á meðan Wales og Bandaríkin gerðu markalaust jafntefli.

England og Írland mættust í æfingaleik á Wembley í kvöld. Gareth Southgate styrkti upp sterku liði í kvöld og fór enska liðið með einkar öruggan sigur af hólmi.

Harry Maguire kom Englandi yfir strax á 18. mínútu eftir sendingu Harry Winks. Boltinn hrökk út fyrir teiginn eftir hornspyrnu, Winks náði honum og gaf fyrir á Maguire sem stangaði hann í netið.

Staðan var orðin 2-0 eftir rúman hálftíma. Þá skoraði Jadon Sancho eftir góðan undirbúning Jack Grealish en þeir léku báðir í frjálsum hlutverkum á bakvið Dominic Calvert-Lewin sem var fremsti maður.

Calvert-Lewin skoraði svo þriðja mark Englands úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Bukayo Saka innan vítateigs þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur.

Þá gerðu Wales og Bandaríkin markalaust jafntefli í tíðindalitlum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×