Aron Einar: Svekkelsi en markar engin endalok Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2020 22:00 Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli þegar skammt var til leiksloka, en þá var Ísland 1-0 yfir. Getty/Laszlo Szirtesi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Ungverjalandi, 2-1, í umspili um sæti á EM í kvöld. „Þetta er svekkelsi en markar engin endalok. Það er stutt í næstu undankeppni. Að vera búinn að vinna jafn hart að einhverju markmiði og ná því ekki er sárt,“ sagði Aron Einar eftir leik. „Að vera yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum okkur um kennt. Við duttum kannski of aftarlega en okkur leið vel að vera með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra. Við fengum færi til að klára þetta. Maður er bara svekktur fyrir hönd allra í liðinu og allra sem að því standa. Við megum vera svekktir í kvöld en þurfum svo að rífa okkur upp á rassgatinu og einbeita okkur að næstu undankeppni.“ Aron Einar viðurkennir að kannski hafi verið orðið lítið á tankinum hjá íslensku leikmönnunum undir lok leiks. „Já, vissulega. Við fengum samt ferskar lappir inn á. Nokkrar hreinsanir hefðu mátt fara betur og við hefðum kannski átt að færa okkur framarlega. En mér fannst við vera hættulegir og fengum færi til að klára þetta endnalega og því fór sem fór,“ sagði Aron Einar sem lék sinn nítugasta landsleik í kvöld. Hann segir að andrúmsloftið í búningsklefanum eftir leikinn hafi verið þungt. „Menn eru niðurlútir og horfa fyrst og fremst á sjálfa sig. Þetta svipar til þess eftir leikinn gegn Króatíu í umspilinu fyrir HM 2014. Við getum verið svekktir með okkur sjálfa í kvöld,“ sagði Aron Einar að endingu. Klippa: Viðtal við Aron Einar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á lokamínútunum sem enduðu EM-draum Íslands Íslenska liðið var á leið á EM á 87. minútu en tvö mörk Ungverja á lokamínútum tryggðu heimamönnum inn á EM. 12. nóvember 2020 21:51 Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44 Sjáðu Gylfa skora beint úr aukaspyrnu og koma Íslandi í 1-0 Íslenska landsliðið fékk draumabyrjun á móti Ungverjum í úrslitaleiknum í Búdapest í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. 12. nóvember 2020 20:07 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Ungverjalandi, 2-1, í umspili um sæti á EM í kvöld. „Þetta er svekkelsi en markar engin endalok. Það er stutt í næstu undankeppni. Að vera búinn að vinna jafn hart að einhverju markmiði og ná því ekki er sárt,“ sagði Aron Einar eftir leik. „Að vera yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum okkur um kennt. Við duttum kannski of aftarlega en okkur leið vel að vera með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra. Við fengum færi til að klára þetta. Maður er bara svekktur fyrir hönd allra í liðinu og allra sem að því standa. Við megum vera svekktir í kvöld en þurfum svo að rífa okkur upp á rassgatinu og einbeita okkur að næstu undankeppni.“ Aron Einar viðurkennir að kannski hafi verið orðið lítið á tankinum hjá íslensku leikmönnunum undir lok leiks. „Já, vissulega. Við fengum samt ferskar lappir inn á. Nokkrar hreinsanir hefðu mátt fara betur og við hefðum kannski átt að færa okkur framarlega. En mér fannst við vera hættulegir og fengum færi til að klára þetta endnalega og því fór sem fór,“ sagði Aron Einar sem lék sinn nítugasta landsleik í kvöld. Hann segir að andrúmsloftið í búningsklefanum eftir leikinn hafi verið þungt. „Menn eru niðurlútir og horfa fyrst og fremst á sjálfa sig. Þetta svipar til þess eftir leikinn gegn Króatíu í umspilinu fyrir HM 2014. Við getum verið svekktir með okkur sjálfa í kvöld,“ sagði Aron Einar að endingu. Klippa: Viðtal við Aron Einar
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á lokamínútunum sem enduðu EM-draum Íslands Íslenska liðið var á leið á EM á 87. minútu en tvö mörk Ungverja á lokamínútum tryggðu heimamönnum inn á EM. 12. nóvember 2020 21:51 Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44 Sjáðu Gylfa skora beint úr aukaspyrnu og koma Íslandi í 1-0 Íslenska landsliðið fékk draumabyrjun á móti Ungverjum í úrslitaleiknum í Búdapest í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. 12. nóvember 2020 20:07 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Sjáðu mörkin á lokamínútunum sem enduðu EM-draum Íslands Íslenska liðið var á leið á EM á 87. minútu en tvö mörk Ungverja á lokamínútum tryggðu heimamönnum inn á EM. 12. nóvember 2020 21:51
Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44
Sjáðu Gylfa skora beint úr aukaspyrnu og koma Íslandi í 1-0 Íslenska landsliðið fékk draumabyrjun á móti Ungverjum í úrslitaleiknum í Búdapest í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. 12. nóvember 2020 20:07
Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50