Íslenska karlalandsliðið missti af möguleikanum á því að komast á Evrópumótið næsta sumar þegar liðið fékk á sig tvö mörk á lokamínútunum á móti Ungverjum í Búdapest í kvöld.
Íslenska liðið komst yfir á elleftu mínútu og var enn með forystuna 87 mínútur voru liðnar af leiknum.
Ungverjar voru mikið með boltann en náðu ekki að komast sér í merkileg færi.
Ungversku leikmennirnir höfðu heppnina með sér í jöfnunarmarkinu þegar boltinn datt fyrir varamanninn Loic Négo sem jafnaí á 88. mínútu.
Vonarstjarnan Dominik Szoboszlai sýndi síðan mikil einstaklingsgæði í sigurmarkið sem kom í uppbótatíma. Szoboszlai átti þá frábært skot sem endaði EM-draum Íslands.
Hér fyrir neðan má sjá þessi mörk sem gerðu út um vonir Íslands að komast á þriðja stórmótið í röð.