Fótbolti

Leikur Eng­lands og Ís­lands fer fram á Wembl­ey

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Íslands og Englands í sumar.
Úr leik Íslands og Englands í sumar. Vísir/Hulda Margrét

Enska knattspyrnusambandið fékk í dag leyfi frá yfirvöldum þar í landi fyrir því að spila leik Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í knattspyrnu á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga.

Þetta staðfestu enskir íþróttablaðamenn nú rétt í þessu.

Mikil umræða hefur verið undanfarna daga um hvar leikurinn ætti að fara fram þar sem ný sóttvarnarlög í Bretlandi heimila fólki ekki að sleppa við sóttkví ef það er að koma frá Danmörku. Er ástæðan fjöldi smita sem fundist í minkum í Danmörku.

Eftir að hafa farið fram og aftur með ákvörðunina þar sem Grikkland og Þýskaland voru til að mynda nefnd til sögunnar sem lönd þar sem leikurinn gæti farið fram þá fékk enska knattspyrnusambandið loks svör í dag.

Nú er ljóst að leikurinn fer fram á Wembley og haldast allar tímasetningar óbreyttar. Fer leikurinn fram klukkan 18.45 á miðvikudaginn kemur þann 18. nóvember. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.