Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2020 16:00 Arnar Þór Viðarsson kvaðst stoltur af íslenska liðinu þrátt fyrir tap gegn Ítalíu. vísir/vilhelm „Þetta er mjög svekkjandi. Það er algjör synd að drengirnir hafi ekki fengið neitt út úr leiknum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, eftir 1-2 tap fyrir Ítalíu í undankeppni EM í dag. „Við settum leikinn þannig upp að það væru Ítalarnir sem þyrftu að sækja þennan sigur ef þeir ætluðu að vinna riðilinn. Ég held að þeir hafi fengið eitt eða tvö færi í leiknum og svo vinna þeir á skoti fyrir utan vítateig sem fór í varnarmann og inn. Hvað vörnina varðar var þetta frábær leikur hjá okkur og ég er rosalega stoltur af strákunum. Ég held að það væri gott fyrir alla unga leikmenn á Íslandi að sjá strákana inni í klefa núna. Þeir eru búnir á því og þetta er algjör synd.“ Arnar var á því að leikáætlun íslenska liðsins hafi gengið vel upp í leiknum í dag. „Þetta gekk eins og við settum þetta upp. Við lentum undir þegar þeir skoruðu úr eina færinu sínu í fyrri hálfleik. Það var engin ástæða til að fara út úr leikplaninu og við fengum mark. Við vitum að við erum hættulegir í föstum leikatriðum. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með betri tök á leiknum en í þeim fyrri,“ sagði Arnar. „Við fengum aðeins betra spil í seinni hálfleik. Við vorum ekki nógu góðir með boltann í fyrri hálfleik, hittum ekki samherja og náðum ekki nógu góðu spili. En vörnin var upp á 9,9 og eins og ég sagði við strákana áðan mega þeir vera rosalega stoltir af sínum leik. Menn mega vera svekktir í dag en á morgun byrjum við að undirbúa leikinn gegn Írlandi.“ Ísland sækir Írland heim á sunnudaginn og með sigri á íslenska liðið enn möguleika á að komast á EM. „Við vitum að við þurfum að sækja þrjú stig þangað ef við viljum lenda í 2. sæti og treysta á að Ítalarnir vinni sinn leik. Svo sjáum við til,“ sagði Arnar að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:19 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Sjá meira
„Þetta er mjög svekkjandi. Það er algjör synd að drengirnir hafi ekki fengið neitt út úr leiknum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, eftir 1-2 tap fyrir Ítalíu í undankeppni EM í dag. „Við settum leikinn þannig upp að það væru Ítalarnir sem þyrftu að sækja þennan sigur ef þeir ætluðu að vinna riðilinn. Ég held að þeir hafi fengið eitt eða tvö færi í leiknum og svo vinna þeir á skoti fyrir utan vítateig sem fór í varnarmann og inn. Hvað vörnina varðar var þetta frábær leikur hjá okkur og ég er rosalega stoltur af strákunum. Ég held að það væri gott fyrir alla unga leikmenn á Íslandi að sjá strákana inni í klefa núna. Þeir eru búnir á því og þetta er algjör synd.“ Arnar var á því að leikáætlun íslenska liðsins hafi gengið vel upp í leiknum í dag. „Þetta gekk eins og við settum þetta upp. Við lentum undir þegar þeir skoruðu úr eina færinu sínu í fyrri hálfleik. Það var engin ástæða til að fara út úr leikplaninu og við fengum mark. Við vitum að við erum hættulegir í föstum leikatriðum. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með betri tök á leiknum en í þeim fyrri,“ sagði Arnar. „Við fengum aðeins betra spil í seinni hálfleik. Við vorum ekki nógu góðir með boltann í fyrri hálfleik, hittum ekki samherja og náðum ekki nógu góðu spili. En vörnin var upp á 9,9 og eins og ég sagði við strákana áðan mega þeir vera rosalega stoltir af sínum leik. Menn mega vera svekktir í dag en á morgun byrjum við að undirbúa leikinn gegn Írlandi.“ Ísland sækir Írland heim á sunnudaginn og með sigri á íslenska liðið enn möguleika á að komast á EM. „Við vitum að við þurfum að sækja þrjú stig þangað ef við viljum lenda í 2. sæti og treysta á að Ítalarnir vinni sinn leik. Svo sjáum við til,“ sagði Arnar að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:19 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:19