Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2020 16:00 Arnar Þór Viðarsson kvaðst stoltur af íslenska liðinu þrátt fyrir tap gegn Ítalíu. vísir/vilhelm „Þetta er mjög svekkjandi. Það er algjör synd að drengirnir hafi ekki fengið neitt út úr leiknum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, eftir 1-2 tap fyrir Ítalíu í undankeppni EM í dag. „Við settum leikinn þannig upp að það væru Ítalarnir sem þyrftu að sækja þennan sigur ef þeir ætluðu að vinna riðilinn. Ég held að þeir hafi fengið eitt eða tvö færi í leiknum og svo vinna þeir á skoti fyrir utan vítateig sem fór í varnarmann og inn. Hvað vörnina varðar var þetta frábær leikur hjá okkur og ég er rosalega stoltur af strákunum. Ég held að það væri gott fyrir alla unga leikmenn á Íslandi að sjá strákana inni í klefa núna. Þeir eru búnir á því og þetta er algjör synd.“ Arnar var á því að leikáætlun íslenska liðsins hafi gengið vel upp í leiknum í dag. „Þetta gekk eins og við settum þetta upp. Við lentum undir þegar þeir skoruðu úr eina færinu sínu í fyrri hálfleik. Það var engin ástæða til að fara út úr leikplaninu og við fengum mark. Við vitum að við erum hættulegir í föstum leikatriðum. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með betri tök á leiknum en í þeim fyrri,“ sagði Arnar. „Við fengum aðeins betra spil í seinni hálfleik. Við vorum ekki nógu góðir með boltann í fyrri hálfleik, hittum ekki samherja og náðum ekki nógu góðu spili. En vörnin var upp á 9,9 og eins og ég sagði við strákana áðan mega þeir vera rosalega stoltir af sínum leik. Menn mega vera svekktir í dag en á morgun byrjum við að undirbúa leikinn gegn Írlandi.“ Ísland sækir Írland heim á sunnudaginn og með sigri á íslenska liðið enn möguleika á að komast á EM. „Við vitum að við þurfum að sækja þrjú stig þangað ef við viljum lenda í 2. sæti og treysta á að Ítalarnir vinni sinn leik. Svo sjáum við til,“ sagði Arnar að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:19 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
„Þetta er mjög svekkjandi. Það er algjör synd að drengirnir hafi ekki fengið neitt út úr leiknum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, eftir 1-2 tap fyrir Ítalíu í undankeppni EM í dag. „Við settum leikinn þannig upp að það væru Ítalarnir sem þyrftu að sækja þennan sigur ef þeir ætluðu að vinna riðilinn. Ég held að þeir hafi fengið eitt eða tvö færi í leiknum og svo vinna þeir á skoti fyrir utan vítateig sem fór í varnarmann og inn. Hvað vörnina varðar var þetta frábær leikur hjá okkur og ég er rosalega stoltur af strákunum. Ég held að það væri gott fyrir alla unga leikmenn á Íslandi að sjá strákana inni í klefa núna. Þeir eru búnir á því og þetta er algjör synd.“ Arnar var á því að leikáætlun íslenska liðsins hafi gengið vel upp í leiknum í dag. „Þetta gekk eins og við settum þetta upp. Við lentum undir þegar þeir skoruðu úr eina færinu sínu í fyrri hálfleik. Það var engin ástæða til að fara út úr leikplaninu og við fengum mark. Við vitum að við erum hættulegir í föstum leikatriðum. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með betri tök á leiknum en í þeim fyrri,“ sagði Arnar. „Við fengum aðeins betra spil í seinni hálfleik. Við vorum ekki nógu góðir með boltann í fyrri hálfleik, hittum ekki samherja og náðum ekki nógu góðu spili. En vörnin var upp á 9,9 og eins og ég sagði við strákana áðan mega þeir vera rosalega stoltir af sínum leik. Menn mega vera svekktir í dag en á morgun byrjum við að undirbúa leikinn gegn Írlandi.“ Ísland sækir Írland heim á sunnudaginn og með sigri á íslenska liðið enn möguleika á að komast á EM. „Við vitum að við þurfum að sækja þrjú stig þangað ef við viljum lenda í 2. sæti og treysta á að Ítalarnir vinni sinn leik. Svo sjáum við til,“ sagði Arnar að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:19 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:19