Innlent

Miklir lubbar á ferðinni

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Fjóla Valdís er ein þeirra fjölmörgu sem hefur ekkert fengið að vinna síðustu vikurnar út af samkomutakmörkunum.
Fjóla Valdís er ein þeirra fjölmörgu sem hefur ekkert fengið að vinna síðustu vikurnar út af samkomutakmörkunum. Vísir/Einar

Fimm vikna lokun hárgreiðslustofa hefur tekið á starfsfólk sem vonast til að mega fara að klippa aftur eftir helgina, enda sé ekki vanþörf á.

Þetta er í annað sinn á árinu sem hárgreiðslustofum er lokað vegna kórónuveirufaraldursins en í fyrri bylgju faraldursins var þeim lokað í sex vikur. Það hefur reynt á marga sem þar starfa að komast ekki í vinnuna vikum saman.

„Fólk er þreytt á að hafa ekkert fyrir stafni,“ segir Fjóla Valdís Árnadóttir rekstrarstjóri Barbarans og að margir upplifi eirðarleysi.

Þær reglur sem nú eru í gildi gilda fram á þriðjudag og óvíst hvað tekur við að þeim loknum. Sóttvarnalæknir undirbýr nú nýtt minnisblað sem hann ætlar að senda til heilbrigðisráðherra á næstu dögum um framhald sóttvarnaraðgerða. Hann hefur þó sagt að hann vilji fara hægt í að aflétta þeim takmörkunum sem í gildi eru. 

Breyta um stíl

Fjóla segir hárgreiðslufólki finnast misræmi í því að hægt sé til að mynda að fara í sjúkraþjálfun en ekki í klippingu þó starfsfólk þar sé með grímur og jafnvel í hönskum. „Við skiljum það ekki alveg af því að sóttvarnir eru góðar hjá hárgreiðslufólki. Þetta skýtur dálítið skökku við.“

Fjóla vonast til að hægt verði að byrja að klippa aftur í næstu viku og segir marga bíða eftir að komast í klippingu. „Miklir lubbar á ferðinni og manni hlakkar mikið til að fara að klippa aftur. Svo er líka svo spennandi. Af því að í fyrri bylgjunni, að þegar fólk kom í klippingu, að þá sem sagt var það komið með svo mikið hár að það fór að breyta um stíl og það svona hafði alltaf verið með stutt og fór að vera með lengra og breyta til og það er svo skemmtilegt.“


Tengdar fréttir

Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið

Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. 

„Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“

Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×