Fara fram á tafarlausa úttekt á rakaskemmdu íbúðarhúsnæði hælisleitenda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 19:00 Velferðasvið Reykjavíkurborgar fer fram á tafarlausa úttekt á rakaskemmdu húsnæði þar sem fjöldi fólks sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi býr, þar á meðal 13 börn. Framkvæmdastjóri á velferðasviði segir eignaumsýslu borgarinnar hafa sagt húsnæðið í lagi. Við sögðum frá því fyrir helgi að fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi hefur frá 2017 búið í húsnæði í Reykjavík sem ungbarnaleikskóli fluttu úr árið 2016 vegna raka og skemmda. Sama ár skoðaði Efla húsið og gerði margvíslegar athugasemdir vegna raka og mögulegrar myglu og lagði til að úttekt yrði gerð á því. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir vegna rakaskemmda Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skoðaði húsið árið 2015 eða þegar ungbarnaleikskólinn var þar og í úttekt kom fram að rakaskemmdir væri víða og þyrfti að lagfæra. Þá þyrfti að lagfæra ytra byrði hússins. Reykjavíkurborg sér um að þjónusta fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd hér á landi samkvæmt þjónustusamningi við Útlendingastofnun. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að árið 2017 hafi sviðið óskað eftir húsnæði fyrir þennan hóp fólks. Eignaumsýsla borgarinnar sem sjái um húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar hafi þá útvegað umrætt húsnæði með því fororði að búið væri að endurnýja það og það væri hæft til búsetu. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að annað hvort verði húsnæðið lagað strax eða nýtt húsnæði verði útvegað fyrir starfsemina. Vísir/Egill „Við fengum þá þær upplýsingar að Reykjavíkurborg væri búin að taka húsnæðið í gegn og það væri búið að koma því í það ástand að það væri útleigjanlegt,“ segir Sigþrúður. Hún segir að ljósi þess hafi velferðarsvið tekið húsnæðið í notkun og nú búa þar alls 23 einstaklingar sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi, þar af 13 börn. Ef þetta er ekki í lagi þurfum við annað húsnæði „Þegar við tókum svo húsið í notkun árið 2017 fengum við ábendingar frá starfsmönnum um að það væri ennþá eitt og annað sem þyrfti að laga eins og gluggakarmar sem væru flestir ónýtir. Eignaumsýsla borgarinnar var látin vita en því miður vantar ennþá uppá lagfæringar. Við teljum mjög brýnt að ástand hússins verði kannað með sérfræðingum í raka og mygluskemmdum og að við fáum úttekt á því hvað eða hvort hægt er að koma þessu í viðunandi horf. Það er brýnt að þetta verði lagfært núna ef ekki þá þurfum við annað og betra húsnæði fyrir fólkið sem þarna býr,“ segir Sigþrúður. Hælisleitendur Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Velferðasvið Reykjavíkurborgar fer fram á tafarlausa úttekt á rakaskemmdu húsnæði þar sem fjöldi fólks sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi býr, þar á meðal 13 börn. Framkvæmdastjóri á velferðasviði segir eignaumsýslu borgarinnar hafa sagt húsnæðið í lagi. Við sögðum frá því fyrir helgi að fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi hefur frá 2017 búið í húsnæði í Reykjavík sem ungbarnaleikskóli fluttu úr árið 2016 vegna raka og skemmda. Sama ár skoðaði Efla húsið og gerði margvíslegar athugasemdir vegna raka og mögulegrar myglu og lagði til að úttekt yrði gerð á því. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir vegna rakaskemmda Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skoðaði húsið árið 2015 eða þegar ungbarnaleikskólinn var þar og í úttekt kom fram að rakaskemmdir væri víða og þyrfti að lagfæra. Þá þyrfti að lagfæra ytra byrði hússins. Reykjavíkurborg sér um að þjónusta fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd hér á landi samkvæmt þjónustusamningi við Útlendingastofnun. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að árið 2017 hafi sviðið óskað eftir húsnæði fyrir þennan hóp fólks. Eignaumsýsla borgarinnar sem sjái um húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar hafi þá útvegað umrætt húsnæði með því fororði að búið væri að endurnýja það og það væri hæft til búsetu. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að annað hvort verði húsnæðið lagað strax eða nýtt húsnæði verði útvegað fyrir starfsemina. Vísir/Egill „Við fengum þá þær upplýsingar að Reykjavíkurborg væri búin að taka húsnæðið í gegn og það væri búið að koma því í það ástand að það væri útleigjanlegt,“ segir Sigþrúður. Hún segir að ljósi þess hafi velferðarsvið tekið húsnæðið í notkun og nú búa þar alls 23 einstaklingar sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi, þar af 13 börn. Ef þetta er ekki í lagi þurfum við annað húsnæði „Þegar við tókum svo húsið í notkun árið 2017 fengum við ábendingar frá starfsmönnum um að það væri ennþá eitt og annað sem þyrfti að laga eins og gluggakarmar sem væru flestir ónýtir. Eignaumsýsla borgarinnar var látin vita en því miður vantar ennþá uppá lagfæringar. Við teljum mjög brýnt að ástand hússins verði kannað með sérfræðingum í raka og mygluskemmdum og að við fáum úttekt á því hvað eða hvort hægt er að koma þessu í viðunandi horf. Það er brýnt að þetta verði lagfært núna ef ekki þá þurfum við annað og betra húsnæði fyrir fólkið sem þarna býr,“ segir Sigþrúður.
Hælisleitendur Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30