Innlent

Þjófar sópuðu upp snjó­bretta­skóm að nætur­lagi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Verslunin biður fólk sem er með ábendingar um málið að setja sig í samband við lögregluna.
Verslunin biður fólk sem er með ábendingar um málið að setja sig í samband við lögregluna. Vísir/Vilhelm

Verslunin Pukinn.com greinir frá því á Facebook-síðu sinni að brotist hafi verið inn í húsnæði hennar síðastliðna nótt og mikið magn af nýjum snjóbrettaskóm tekið ófrjálsri hendi.

Í færslunni segir að um sé að ræða skó af gerðinni DC Travis Rice, Judge og Shuksan, í hinum ýmsu stærðum. Með færslunni fylgir mynd af skótegundunum sem um ræðir.

„Við værum þakklát ef þið mynduð hafa augun opin. Endilega hafið samband við okkur eða lögregluna beint í síma 444-1000 ef þið hafið ábendingar varðandi málið,“ segir í færslu verslunarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×