Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 20:45 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO. EPA/SALVATORE DI NOLFI Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. Þá fagnaði hann umbótum á starfsemi stofnunarinnar sem boðaðar hafa verið af Frakklandi, Þýskalandi og Evrópusambandinu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði á ávarpi sem hann flutti fyrir heilbrigðisráðherra á fundi WHO í dag að fjármögnun stofnunarinnar þurfi að verða sveigjanlegri og fyrirsjáanleg til þess að jafna mismun sem nú sé til staðar á væntingum um það sem stofnunin getur gert og hvað hún getur í raun gert. „Við eigum enn langt í land en við erum á réttri braut,“ sagði Tedros á fundinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað fyrr á þessu ári að frysta fé sem renna átti til stofnunarinnar og hóf ferli við að draga Bandaríkin úr stofnuninni fyrir næsta sumar. Hann sakaði stofnunina um að vera hliðholl Kína í viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum sem Tedros hefur neitað. Joe Biden, sem kjörinn var forseti Bandaríkjanna í forsetakosningunum vestanhafs nú um helgina, lýsti því yfir á meðan á kosningabaráttunni stóð að hann myndi snúa við ákvörðun Trumps um að segja Bandaríkin úr WHO á fyrsta degi sínum í forsetastóli. Hann kallaði í dag saman hóp sérfræðinga alls staðar að úr Bandaríkjunum sem eiga að sitja í kórónuveiruteymi þegar hann tekur við embætti. Tedros óskaði Biden til hamingju með sigurinn og Kamölu Harris, verðandi varaforseta, sömuleiðis. Nú hafa rúmlega 10 milljónir Bandaríkjamanna verið greindir smitaðir af veirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þá hafa tæplega 238 þúsund látist af völdum sjúkdómsins þar í landi. Undanfarin vika hefur verið Bandaríkjamönnum erfið hvað veiruna varðar en í þrjá daga í röð var metfjöldi í kórónuveirusmitum þar í landi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27 Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði o í dag að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. 12. október 2020 15:47 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. Þá fagnaði hann umbótum á starfsemi stofnunarinnar sem boðaðar hafa verið af Frakklandi, Þýskalandi og Evrópusambandinu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði á ávarpi sem hann flutti fyrir heilbrigðisráðherra á fundi WHO í dag að fjármögnun stofnunarinnar þurfi að verða sveigjanlegri og fyrirsjáanleg til þess að jafna mismun sem nú sé til staðar á væntingum um það sem stofnunin getur gert og hvað hún getur í raun gert. „Við eigum enn langt í land en við erum á réttri braut,“ sagði Tedros á fundinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað fyrr á þessu ári að frysta fé sem renna átti til stofnunarinnar og hóf ferli við að draga Bandaríkin úr stofnuninni fyrir næsta sumar. Hann sakaði stofnunina um að vera hliðholl Kína í viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum sem Tedros hefur neitað. Joe Biden, sem kjörinn var forseti Bandaríkjanna í forsetakosningunum vestanhafs nú um helgina, lýsti því yfir á meðan á kosningabaráttunni stóð að hann myndi snúa við ákvörðun Trumps um að segja Bandaríkin úr WHO á fyrsta degi sínum í forsetastóli. Hann kallaði í dag saman hóp sérfræðinga alls staðar að úr Bandaríkjunum sem eiga að sitja í kórónuveiruteymi þegar hann tekur við embætti. Tedros óskaði Biden til hamingju með sigurinn og Kamölu Harris, verðandi varaforseta, sömuleiðis. Nú hafa rúmlega 10 milljónir Bandaríkjamanna verið greindir smitaðir af veirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þá hafa tæplega 238 þúsund látist af völdum sjúkdómsins þar í landi. Undanfarin vika hefur verið Bandaríkjamönnum erfið hvað veiruna varðar en í þrjá daga í röð var metfjöldi í kórónuveirusmitum þar í landi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27 Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði o í dag að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. 12. október 2020 15:47 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27
Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði o í dag að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. 12. október 2020 15:47
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11