Telur að búast megi við fyrstu bóluefnisskömmtunum um áramótin Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 9. nóvember 2020 17:23 Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði. Vísir/Vilhelm Prófessor í ónæmisfræði segir fréttir af virkni bóluefnis lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech virkilega ánægjulegar. Hún segir niðurstöðurnar lofa afar góðu og að búast megi við því að fyrstu skammtar verði gefnir um áramótin. Fyrstu niðurstöður bóluefnisrannsóknar Pfizer, sem kynntar voru í dag, benda til þess að efnið veiti vörn gegn kórónuveirunni í 90 prósent tilvika. Forsvarsmenn fyrirtækjanna hafa í dag lýst niðurstöðunum sem „þáttaskilum“ í baráttunni gegn faraldrinum – og hlutabréfamarkaðir hafa tekið við sér í samræmi við það. Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði segir fréttir af þessum fyrstu niðurstöðum ótrúlega ánægjulegar „Og eitthvað sem maður var virkilega búinn að bíða eftir. Og þetta er að mörgu leyti mjög stórt skref sem þarna náðist,“ segir Ingileif. Mjög gott verndandi ónæmi strax við fyrsta skammt Pfizer-bóluefnið er svokallað RNA-bóluefni, sem inniheldur erfðaefni kórónuveirunnar sem myndar broddprótín (e. spike protein) sem hjálpar henni að komast inn í frumur. Tvö þeirra rúmlega tíu bóluefna sem eru á lokastigi þróunar í heiminum eru RNA-bóluefni, umrætt Pfizer-efni, sem og bóluefnið sem lyfjafyrirtækið Moderna framleiðir. „Í fyrsta lagi þá er þetta fyrsta RNA-bóluefnið sem fer í svona stórt „trial“ sem sýnir svona góðan árangur. Og það að bóluefnið skuli sýna yfir 90 prósent vernd, eftir tvo skammta, mælt viku eftir seinni skammt, það segir að það vaknar mjög gott verndandi ónæmi strax við fyrsta skammt. Og í þriðja lagi það að sú nefnd sem metur gögnin hefur ekki staðfest neinar alvarlegar aukaverkanir en það verður auðvitað haldið áfram að fylgjast með þeim,“ segir Ingileif. Mikilvæg fjölbreytni meðal þátttakenda Þá sé efnið tiltölulega einfalt í framleiðslu og það magn sem boðað hefur verið að verði framleitt, 50 milljón skammtar fyrir lok þessa árs og 1,3 milljarðar skammta árið 2021, lofi góðu. Einnig sé vert að taka sérstaklega fram hversu stór rannsóknin er en alls hafa rúmlega 40 þúsund manns tekið þátt í henni. Þátttakendur séu með fjölbreyttan bakgrunn sem skipti miklu máli. „Þetta er fólk víða að. Tæplega 60 prósent í Bandaríkjunum og um 42 prósent annars staðar víða um heim. Af þeim sem eru í Bandaríkjunum eru 30 prósent valin með tilliti til þess að hafa mismunandi bakgrunn vegna þess að þetta þarf að gagnast öllum óháð kynþætti og öðrum þáttum sem geta mögulega haft áhrif á svörunina,“ segir Ingileif. Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu efna sem eru á lokastigi prófana.Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Rannsókninni sé þó hvergi nærri lokið. „Þetta eru eins góðar niðurstöður og við hefðum getað búist við í fyrstu lotu. Síðan heldur rannsóknin áfram. Þeir eru búnir að kalla inn 43 þúsund manns rúmlega og þar af voru tæplega 39 þúsund búin að fá seinni skammt. Þeir ætla að gera aðra „analýsu“ sem byggir á tveimur vikum eftir seinni bólusetningu og svo verður öllum fylgt eftir í tvö ár, bæði til að meta ónæmissvarið núna til að geta síðan skilið hvaða ónæmisþættir það eru sem tengjast vernd, og öryggið verður einnig metið áfram í tvö ár.“ Viðræður ESB við Pfizer langt komnar En hvenær verður hægt að byrja að nota bóluefnið? Ingileif segir að miðað við boðaða framleiðslugetu, og ekki síst miðað við það að engar alvarlegar aukaverkanir hafi verið staðfestar, trúi hún ekki öðru en að allt kapp verði lagt á að afgreiða málið sem fyrst. „Þannig að í kringum áramót má búast við að menn geti farið að gefa fyrstu skammta.“ Ísland og önnur aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins (EES) munu njóta sama aðgangs að bóluefnum sem Evrópusambandið semur um og önnur ríki sambandsins. ESB hefur þegar gert samninga um kaup á bóluefni við þrjú lyfjafyrirtæki, Janssen Pharmaceutica NV, AstraZeneca og Sanofi-GSK, en viðræður við Pfizer hafa staðið yfir undanfarin misseri. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu í dag eru viðræður ESB við Pfizer langt komnar. Björn Rúnar Lúðvíksson prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum ræddi fréttir af bóluefni í Reykjavík síðdegis í dag og er bjartsýnn, líkt og Ingileif. Hafði alltaf spáð fullu skriði fyrir páska Líkt og fram hefur komið verður framlínufólk sem er í mikilli smithættu og fólk í áhættuhópum bólusett fyrst fyrir veirunni. Innt eftir því hvort bóluefni gæti verið komið í notkun á Íslandi um áramótin segir Ingileif ómögulegt að segja til um það. „En ég get ekki ímyndað mér annað en að menn leggist á eitt með að auka með öllum leiðum framleiðslu á þessu bóluefni. Önnur bóluefni geta orðið jafngóð og mögulega betri en tíminn skiptir líka geisilega miklu máli. Þannig að það er ábyrgðarhluti hjá stórnvöldum og eftirlitsaðilum að tryggja að gott bóluefni, eins og þetta virðist vera miðað við þessa stöðu, verði framleitt eins fljótt og hægt er þannig að flestir geti notið góðs af,“ segir Ingileif. Þá sé þá möguleiki fyrir hendi að önnur bóluefni verði einnig tilbúin innan skamms, til dæmis bóluefni frá lyfjaframleiðandanum AstraZeneca sem þróað hefur verið í samstarfi við Oxford-háskóla. Haft var eftir vísindamanni við skólann fyrir skömmu að hann væri bjartsýnn á að búið yrði að bólusetja alla í áhættuhópi í Bretlandi fyrir páska. „Ef okkur tekst að bólusetja áhættuhópa í fjölda landa fyrir vorið þá held ég að það sé akkúrat það sem við viljum. Ég hafði alltaf spáð því að þetta yrði komið á fullt skrið fyrir páska og ég held að það gæti alveg staðist,“ segir Ingileif. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Nýjar niðurstöður bóluefnisrannsóknar sagðar marka þáttaskil Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer, sem unnið hefur að þróun bóluefnis við kórónuveirunni ásamt þýska lyfjafyrirtækinu BioNTech, segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að bóluefnið veiti vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika. 9. nóvember 2020 13:03 Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06 Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Prófessor í ónæmisfræði segir fréttir af virkni bóluefnis lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech virkilega ánægjulegar. Hún segir niðurstöðurnar lofa afar góðu og að búast megi við því að fyrstu skammtar verði gefnir um áramótin. Fyrstu niðurstöður bóluefnisrannsóknar Pfizer, sem kynntar voru í dag, benda til þess að efnið veiti vörn gegn kórónuveirunni í 90 prósent tilvika. Forsvarsmenn fyrirtækjanna hafa í dag lýst niðurstöðunum sem „þáttaskilum“ í baráttunni gegn faraldrinum – og hlutabréfamarkaðir hafa tekið við sér í samræmi við það. Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði segir fréttir af þessum fyrstu niðurstöðum ótrúlega ánægjulegar „Og eitthvað sem maður var virkilega búinn að bíða eftir. Og þetta er að mörgu leyti mjög stórt skref sem þarna náðist,“ segir Ingileif. Mjög gott verndandi ónæmi strax við fyrsta skammt Pfizer-bóluefnið er svokallað RNA-bóluefni, sem inniheldur erfðaefni kórónuveirunnar sem myndar broddprótín (e. spike protein) sem hjálpar henni að komast inn í frumur. Tvö þeirra rúmlega tíu bóluefna sem eru á lokastigi þróunar í heiminum eru RNA-bóluefni, umrætt Pfizer-efni, sem og bóluefnið sem lyfjafyrirtækið Moderna framleiðir. „Í fyrsta lagi þá er þetta fyrsta RNA-bóluefnið sem fer í svona stórt „trial“ sem sýnir svona góðan árangur. Og það að bóluefnið skuli sýna yfir 90 prósent vernd, eftir tvo skammta, mælt viku eftir seinni skammt, það segir að það vaknar mjög gott verndandi ónæmi strax við fyrsta skammt. Og í þriðja lagi það að sú nefnd sem metur gögnin hefur ekki staðfest neinar alvarlegar aukaverkanir en það verður auðvitað haldið áfram að fylgjast með þeim,“ segir Ingileif. Mikilvæg fjölbreytni meðal þátttakenda Þá sé efnið tiltölulega einfalt í framleiðslu og það magn sem boðað hefur verið að verði framleitt, 50 milljón skammtar fyrir lok þessa árs og 1,3 milljarðar skammta árið 2021, lofi góðu. Einnig sé vert að taka sérstaklega fram hversu stór rannsóknin er en alls hafa rúmlega 40 þúsund manns tekið þátt í henni. Þátttakendur séu með fjölbreyttan bakgrunn sem skipti miklu máli. „Þetta er fólk víða að. Tæplega 60 prósent í Bandaríkjunum og um 42 prósent annars staðar víða um heim. Af þeim sem eru í Bandaríkjunum eru 30 prósent valin með tilliti til þess að hafa mismunandi bakgrunn vegna þess að þetta þarf að gagnast öllum óháð kynþætti og öðrum þáttum sem geta mögulega haft áhrif á svörunina,“ segir Ingileif. Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu efna sem eru á lokastigi prófana.Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Rannsókninni sé þó hvergi nærri lokið. „Þetta eru eins góðar niðurstöður og við hefðum getað búist við í fyrstu lotu. Síðan heldur rannsóknin áfram. Þeir eru búnir að kalla inn 43 þúsund manns rúmlega og þar af voru tæplega 39 þúsund búin að fá seinni skammt. Þeir ætla að gera aðra „analýsu“ sem byggir á tveimur vikum eftir seinni bólusetningu og svo verður öllum fylgt eftir í tvö ár, bæði til að meta ónæmissvarið núna til að geta síðan skilið hvaða ónæmisþættir það eru sem tengjast vernd, og öryggið verður einnig metið áfram í tvö ár.“ Viðræður ESB við Pfizer langt komnar En hvenær verður hægt að byrja að nota bóluefnið? Ingileif segir að miðað við boðaða framleiðslugetu, og ekki síst miðað við það að engar alvarlegar aukaverkanir hafi verið staðfestar, trúi hún ekki öðru en að allt kapp verði lagt á að afgreiða málið sem fyrst. „Þannig að í kringum áramót má búast við að menn geti farið að gefa fyrstu skammta.“ Ísland og önnur aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins (EES) munu njóta sama aðgangs að bóluefnum sem Evrópusambandið semur um og önnur ríki sambandsins. ESB hefur þegar gert samninga um kaup á bóluefni við þrjú lyfjafyrirtæki, Janssen Pharmaceutica NV, AstraZeneca og Sanofi-GSK, en viðræður við Pfizer hafa staðið yfir undanfarin misseri. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu í dag eru viðræður ESB við Pfizer langt komnar. Björn Rúnar Lúðvíksson prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum ræddi fréttir af bóluefni í Reykjavík síðdegis í dag og er bjartsýnn, líkt og Ingileif. Hafði alltaf spáð fullu skriði fyrir páska Líkt og fram hefur komið verður framlínufólk sem er í mikilli smithættu og fólk í áhættuhópum bólusett fyrst fyrir veirunni. Innt eftir því hvort bóluefni gæti verið komið í notkun á Íslandi um áramótin segir Ingileif ómögulegt að segja til um það. „En ég get ekki ímyndað mér annað en að menn leggist á eitt með að auka með öllum leiðum framleiðslu á þessu bóluefni. Önnur bóluefni geta orðið jafngóð og mögulega betri en tíminn skiptir líka geisilega miklu máli. Þannig að það er ábyrgðarhluti hjá stórnvöldum og eftirlitsaðilum að tryggja að gott bóluefni, eins og þetta virðist vera miðað við þessa stöðu, verði framleitt eins fljótt og hægt er þannig að flestir geti notið góðs af,“ segir Ingileif. Þá sé þá möguleiki fyrir hendi að önnur bóluefni verði einnig tilbúin innan skamms, til dæmis bóluefni frá lyfjaframleiðandanum AstraZeneca sem þróað hefur verið í samstarfi við Oxford-háskóla. Haft var eftir vísindamanni við skólann fyrir skömmu að hann væri bjartsýnn á að búið yrði að bólusetja alla í áhættuhópi í Bretlandi fyrir páska. „Ef okkur tekst að bólusetja áhættuhópa í fjölda landa fyrir vorið þá held ég að það sé akkúrat það sem við viljum. Ég hafði alltaf spáð því að þetta yrði komið á fullt skrið fyrir páska og ég held að það gæti alveg staðist,“ segir Ingileif.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Nýjar niðurstöður bóluefnisrannsóknar sagðar marka þáttaskil Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer, sem unnið hefur að þróun bóluefnis við kórónuveirunni ásamt þýska lyfjafyrirtækinu BioNTech, segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að bóluefnið veiti vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika. 9. nóvember 2020 13:03 Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06 Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46
Nýjar niðurstöður bóluefnisrannsóknar sagðar marka þáttaskil Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer, sem unnið hefur að þróun bóluefnis við kórónuveirunni ásamt þýska lyfjafyrirtækinu BioNTech, segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að bóluefnið veiti vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika. 9. nóvember 2020 13:03
Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06