Ísland gæti þurft að mæta Englandi á Grikklandi Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 14:31 Óljóst er hvað tekur við hjá íslenska landsliðinu eftir úrslitaleikinn við Ungverjaland. vísir/hulda margrét Enn ríkir óvissa um það hvort enska landsliðið geti tekið á móti því íslenska í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. Samkvæmt nýju reglunum þarf fólk sem ferðast frá Danmörku að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Bretlands. Ísland á að mæta Danmörku í Kaupmannahöfn á sunnudaginn, og svo Englandi 18. nóvember. „Við erum að bíða eftir upplýsingum frá UEFA. Við höfum ekki fengið að vita annað en það að málið sé í höndum ríkisstjórnar Bretlands,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Ef ekki verði hægt að spila í Englandi sé sá möguleiki til staðar að færa leikinn til annars lands. UEFA býður upp á fjögur lönd til að spila í á „hlutlausum velli“, en það eru Grikkland, Kýpur, Pólland og Ungverjaland, þar sem Ísland spilar einmitt á fimmtudagskvöld. Enska götublaðið The Sun segir að fari svo að leikurinn verði færður út fyrir England sé Grikkland líklegasti kosturinn þar sem að ekki sé krafa um sóttkví fyrir þá sem komi frá Grikklandi til Englands. Blaðið segir jafnframt að upp á því hafi verið stungið við UEFA að leikur Danmerkur og Íslands verði færður til Grikklands, svo íslenska landsliðið eigi ekki í vandræðum með að komast til Englands. Það gæti hugnast Dönum sem þá gætu fengið til sín leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Ef ekki tekst að spila leik Englands og Íslands, vegna sóttvarnareglna Englendinga, verður Íslandi úrskurðaður 3-0 sigur. Ensku félögin banna fjórum Íslendingum að fara til Danmerkur Ensku félagsliðin Everton, Burnley, Arsenal og Millwall hafa öll haft samband við KSÍ og lýst áhyggjum sínum af því að íslenskir landsliðsmenn þeirra fari til Danmerkur. Að óbreyttu fá þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson því ekki að fara með til Danmerkur, eftir úrslitaleikinn við Ungverjaland um sæti á EM. Félögin hafa rétt á að banna landsliðsmönnum að fara í verkefni sem hafa í för með sér að minnsta kosti fimm daga sóttkví, samkvæmt farsóttarreglum sem FIFA setti í haust. Þannig hafa orðið miklar breytingar á landsliðum Danmerkur og Svíþjóðar vegna reglnanna í Englandi, en þjóðirnar mætast í vináttulandsleik á fimmtudaginn. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sjö leikmönnum danska landsliðsins, sem spila með enskum félagsliðum, hefur verið skipt út. Líklegt er að Ísland missi fjóra leikmenn fyrir leikinn í Kaupmannahöfn á sunnudag. 9. nóvember 2020 08:15 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Enn ríkir óvissa um það hvort enska landsliðið geti tekið á móti því íslenska í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. Samkvæmt nýju reglunum þarf fólk sem ferðast frá Danmörku að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Bretlands. Ísland á að mæta Danmörku í Kaupmannahöfn á sunnudaginn, og svo Englandi 18. nóvember. „Við erum að bíða eftir upplýsingum frá UEFA. Við höfum ekki fengið að vita annað en það að málið sé í höndum ríkisstjórnar Bretlands,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Ef ekki verði hægt að spila í Englandi sé sá möguleiki til staðar að færa leikinn til annars lands. UEFA býður upp á fjögur lönd til að spila í á „hlutlausum velli“, en það eru Grikkland, Kýpur, Pólland og Ungverjaland, þar sem Ísland spilar einmitt á fimmtudagskvöld. Enska götublaðið The Sun segir að fari svo að leikurinn verði færður út fyrir England sé Grikkland líklegasti kosturinn þar sem að ekki sé krafa um sóttkví fyrir þá sem komi frá Grikklandi til Englands. Blaðið segir jafnframt að upp á því hafi verið stungið við UEFA að leikur Danmerkur og Íslands verði færður til Grikklands, svo íslenska landsliðið eigi ekki í vandræðum með að komast til Englands. Það gæti hugnast Dönum sem þá gætu fengið til sín leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Ef ekki tekst að spila leik Englands og Íslands, vegna sóttvarnareglna Englendinga, verður Íslandi úrskurðaður 3-0 sigur. Ensku félögin banna fjórum Íslendingum að fara til Danmerkur Ensku félagsliðin Everton, Burnley, Arsenal og Millwall hafa öll haft samband við KSÍ og lýst áhyggjum sínum af því að íslenskir landsliðsmenn þeirra fari til Danmerkur. Að óbreyttu fá þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson því ekki að fara með til Danmerkur, eftir úrslitaleikinn við Ungverjaland um sæti á EM. Félögin hafa rétt á að banna landsliðsmönnum að fara í verkefni sem hafa í för með sér að minnsta kosti fimm daga sóttkví, samkvæmt farsóttarreglum sem FIFA setti í haust. Þannig hafa orðið miklar breytingar á landsliðum Danmerkur og Svíþjóðar vegna reglnanna í Englandi, en þjóðirnar mætast í vináttulandsleik á fimmtudaginn. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sjö leikmönnum danska landsliðsins, sem spila með enskum félagsliðum, hefur verið skipt út. Líklegt er að Ísland missi fjóra leikmenn fyrir leikinn í Kaupmannahöfn á sunnudag. 9. nóvember 2020 08:15 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
„Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32
Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01
Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sjö leikmönnum danska landsliðsins, sem spila með enskum félagsliðum, hefur verið skipt út. Líklegt er að Ísland missi fjóra leikmenn fyrir leikinn í Kaupmannahöfn á sunnudag. 9. nóvember 2020 08:15