Innlent

Fimmtíu í sóttkví eftir að leikskólabarn greindist með veiruna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Leikskólinn Pálmholt á Akureyri.
Leikskólinn Pálmholt á Akureyri. Akureyrarbær

Barn af leikskólanum Pálmholti á Akureyri greindist með Covid-19 á laugardag. Fjörutíu börn af tveimur deildum, auk tíu starfsmanna, sem voru innan sama sóttvarnarhólfs á föstudag þurfa að fara í sóttkví til 20. nóvember vegna þessa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

Sýnataka hjá þeim sem eru komnir í sóttkví fer fram föstudaginn 13. nóvember.

Í tilkynningu segir að málið sé unnið í nánu samstarfi við smitrakningarteymi almannavarna. Húsnæði leikskólans hafi verið sótthreinsað í gær. Að öðru leyti sé hefðbundið leikskólastarf í Pálmholti í dag, mánudaginn 9. nóvember.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×