Enska knattspyrnusambandið mun á mánudaginn funda með enskum stjórnvöldum hvað varðar leik Englands og Íslands í Þjóðadeildinni.
Fyrr í dag voru settar reglur sem bönnuðu þeim, sem ekki eru frá Englandi, að koma til Bretlandseyja frá Danmörku eftir að veira sem greindist í minnkum barst í mannfólk í Danmörku.
Ensku úrvalsdeildarliðin hafa nú þegar bannað leikmönnum sínum að ferðast til Danmerkur, því þeir komast þá ekki til baka til Englands, en þar má nefna leikmenn í danska landsliðinu eins og Kasper Schmeichel.
Ísland á leik við Danmerku þann 15. nóvember og þremur dögum síðar á íslenska liðið að spila við England á Wembley.
Sá leikur er nú í hættu því íslenska liðið kæmist ekki inn í landsliðið. Því fundar enska sambandið og yfirvöld á morgun.
FA to hold urgent talks with the government over whether England's clash against Iceland can take place at Wembley | @SamiMokbel81_DM https://t.co/hjeFHvBWT8
— MailOnline Sport (@MailSport) November 8, 2020