Innlent

Þróunin sú sama og undanfarna daga

Sylvía Hall skrifar
Þórólfur Guðnason.
Þórólfur Guðnason. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist fara varlega í að túlka sveiflur í daglegum smitum of mikið. Þrettán greindust með veiruna innanlands í gær, þar af átta utan sóttkvíar, og töluvert færri sýni voru tekin.

„Það voru tekin færri sýni eins og venjulega um helgar, þannig að maður þarf líka að túlka tölurnar í því ljósi. Mín túlkun á þessu er sú að þetta er sama þróun og hefur verið undanfarið. Þetta er niður á við, það er fínt á meðan svo er,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu.

Hertar aðgerðir innanlands tóku gildi fyrir tæplega viku síðan og segir Þórólfur það hafa gengið vel að sínu mati. Langflestir fari eftir reglunum.

„Auðvitað eru alltaf einhverjar spurningar og einhverjir sem eru óánægðir, það er ósköp eðlilegt. Mér finnst þetta ganga vel og mér sýnist að langflestir séu að fara eftir því sem verið er að biðja fólk um. Það eru alltaf einhverjar undantekningar en það er ekki við öðru að búast.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×