Telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þrátt fyrir harðar samkomutakmarkanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 12:16 Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir Kringlukast fer nú fram með tilheyrandi afsláttum í verslunarmiðstöðinni. Harðar samkomutakmarkanir eru í gildi og er fólki ekki ráðlagt að hópast saman. Umræða hefur verið um útsöluna á samfélagsmiðlum vegna þessa. @kringlaniceland hvernig dettur ykkur í hug að hafa kringlukast á meðan 10 manna samkomubann er í gildi og fólk er beðið um að vera ekki að fara út í margmenni? álíka mikið að gera í dag og á venjulegum laugardegi fyrir covid. þetta er fáránleg ákvörðun og græðgi.— Snædís Lilja (@snaedislilja) November 7, 2020 Framkvæmdastjóri Kringlunnar telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þegar hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Ekki með þessum aðgerðum sem við höfum gert til þess að stuðla að því að fólk þurfi ekki að koma í hús þá tel ég að við séum að sýna ábyrga hegðun.“ „Við vorum vel meðvituð um þá áskorun sem felst í því að halda Kringlukast á þessum tímum. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að fólk þyrfti ekki að koma í hús til að versla við okkur,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kinglan. Áhersla var lögð á söluvefinn auk þess sem boðið er upp á ókeypis heimsendingu. „Allar sóttvarnir, gímuskylda og annað sem hefur verið innleitt í Kringluna bæði að okkar eigin frumkvæði og svo gestanna sjálfra sem hefur sýnt okkur að við höfum ekki orðið fyrir sérstökum árekstrum í kringum þetta,“ sagði Sigurjón. Engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segist ekki hafa miklar áhyggjur af jólaverslun. „Ég hef alltaf áhyggjur þegar fólk er að hópast saman og gæta sín ekki. Hópamyndun er uppspretta þess að smit fari á stað aftur en ég hef engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun eins og staðan er núna. Þetta er eitthvað sem við skoðum í framhaldinu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sigurjón segir aðsókn í hús ekki hafa tekið miklum breytingum frá hefðbundnum dögum. „Kannski einhver 10-15% aukning í aðsókn frá hefðbundnum dögum þannig áherslan og álagið hefur fyrst og fremst verið í gegum netið og útkeyrsluna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kringlan Verslun Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Kringlukast fer nú fram með tilheyrandi afsláttum í verslunarmiðstöðinni. Harðar samkomutakmarkanir eru í gildi og er fólki ekki ráðlagt að hópast saman. Umræða hefur verið um útsöluna á samfélagsmiðlum vegna þessa. @kringlaniceland hvernig dettur ykkur í hug að hafa kringlukast á meðan 10 manna samkomubann er í gildi og fólk er beðið um að vera ekki að fara út í margmenni? álíka mikið að gera í dag og á venjulegum laugardegi fyrir covid. þetta er fáránleg ákvörðun og græðgi.— Snædís Lilja (@snaedislilja) November 7, 2020 Framkvæmdastjóri Kringlunnar telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þegar hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Ekki með þessum aðgerðum sem við höfum gert til þess að stuðla að því að fólk þurfi ekki að koma í hús þá tel ég að við séum að sýna ábyrga hegðun.“ „Við vorum vel meðvituð um þá áskorun sem felst í því að halda Kringlukast á þessum tímum. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að fólk þyrfti ekki að koma í hús til að versla við okkur,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kinglan. Áhersla var lögð á söluvefinn auk þess sem boðið er upp á ókeypis heimsendingu. „Allar sóttvarnir, gímuskylda og annað sem hefur verið innleitt í Kringluna bæði að okkar eigin frumkvæði og svo gestanna sjálfra sem hefur sýnt okkur að við höfum ekki orðið fyrir sérstökum árekstrum í kringum þetta,“ sagði Sigurjón. Engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segist ekki hafa miklar áhyggjur af jólaverslun. „Ég hef alltaf áhyggjur þegar fólk er að hópast saman og gæta sín ekki. Hópamyndun er uppspretta þess að smit fari á stað aftur en ég hef engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun eins og staðan er núna. Þetta er eitthvað sem við skoðum í framhaldinu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sigurjón segir aðsókn í hús ekki hafa tekið miklum breytingum frá hefðbundnum dögum. „Kannski einhver 10-15% aukning í aðsókn frá hefðbundnum dögum þannig áherslan og álagið hefur fyrst og fremst verið í gegum netið og útkeyrsluna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kringlan Verslun Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira