Willum Þór Willumsson og félagar í Bate gerðu 1-1 jafntefli við Shakhtyor Soligorsk í Hvíta-Rússlandi í dag.
Fyrir leikinn munaði einu stigi á liðunum en Bate er eftir leikinn á toppnum með 54 stig en Shakhtyor er sæti neðar með stigi minna.
Willum og félagar komust yfir á 25. mínútu og þannig stóðu leikar allt þangað til á 81. mínútu er heimamenn jöfnuðu.
Willum spilaði allan leikinn en tvær umferðir eru eftir af deildinni. Bate er því með pálmann í höndunum.
Böðvar Böðvarsson spilaði allan leikinn fyrir Jagiellonia sem tapaði 3-1 fyrir Cracovia í pólsku úrvalsdeildinni.
Staðan var 1-1 allt þangað til á 87. mínútu en heimamenn skoruðu tvö mörk á síðustu fimm mínútunum.
Jagiellonia er með ellefu stig eftir níu leiki í 8. sætinu.
Valdemar Þór Ingimundarson var í byrjunarliði Stromsgödset sem tapaði 3-0 gegn Mjöndalen. Ari Leifsson sat á bekk Stromsgödset.