Innlent

Upp­tökur úr búk­mynda­vélum lög­reglu sendar til héraðs­sak­sóknara

Atli Ísleifsson skrifar
Handtakan átti sér stað á Hvaleyrarholti á mánudag.
Handtakan átti sér stað á Hvaleyrarholti á mánudag. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað máli, þar sem fjórir lögregluþjónar hafa verið sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði, til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem brugðist er við frétt Fréttablaðsins í morgun. Þar segir að á meðal málsgagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna á vettvangi. Lögregla geti að öðru leyti ekki tjáð sig frekar um málið.

Í fréttinni var haft eftir sjónarvottum að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og beitt grófu ofbeldi. Maðurinn hafi verið stöðvaður vegna gruns um vörslu fíkniefna.

Sjónarvottarnir, sem eru ekki nafngreindir í frétt Fréttblaðsins, segja einn lögreglumannanna hafi slegið hinn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina.

Þá eru lögreglumennirnir sagðir hafa haldið áfram að berja manninn eftir að hann missti meðvitund.

Stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði staðfestir við blaðið að til átaka hafi komið. Eigi maðurinn að hafa sagt lögreglu að hann væri með Covid 19 og þá var kallað eftir sérútbúnum Covid bíl lögreglu. Í millitíðinni hafa komið til átaka.

Staðfest hefur verið að Nefnd um eftirlit með lögreglu (NEL) hafi fengið kvörtun í tengslum við handtökuna og sé með málið til skoðunar.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.