Minnst fjórðungur þjóðarinnar í áhættuhópi vegna Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 18:00 Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur segir minnst fjórðung Íslendinga í áhættuhópi vegna Covid-19. Vísir Líftölfræðingur segir að um fjórðungur Íslensku þjóðarinnar teljist í áhættuhópi vegna Covid-19. Vandasamt sé að létta á takmörkunum og hvetja þá sem eru í áhættuhópi að fara varlega, en það gæti haft veruleg áhrif á samfélagið. „Það er talið að það sé minnst fjórðungur þjóðarinnar sem sé í áhættuhópi, vegna aldurs eða annarra áhættuþátta eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki eða reykinga. Þannig að þetta er töluverður hópur,“ sagði Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum í Reykjavík síðdegis í dag. „Það er verið að skilgreina fólk með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, ofþyngd og fólk sem reykir í sérstaklega hárri áhættu á að hljóta alvarleg veikindi af þessari sýkingu. Þetta eru allt einhverjir æðasjúkdómar en það er ekkert bara það. Það eru líka lungnasjúkdómar, sum krabbamein,“ segir hún. „Svo vinna sumir áhættuþættir saman, sumir eru með fleiri en einn áhættuþátt.“ Hún segir erfitt að vernda aðeins þá hópa sem teljast í áhættu og aðrir haldi lífinu áfram eins og áður. „Það er mjög erfitt að vernda fjórðung þjóðarinnar ef allir hinir eru smitaðir. Hver á að vinna á hjúkrunarheimilum? Hver á að kenna?“ spyr Jóhanna. Þá séu ekki aðeins aldraðir eða þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem séu í aukinni áhættu. „[Áhættan eykst] í raun og veru strax um fimmtugt og hún er orðin veruleg eftir sextugt. Svo bara eins og við höfum séð undanfarnar vikur að fyrir fólk sem er komið yfir áttrætt er þetta töluverð áhætta,“ segir hún. „Almennt er hár aldur erfiður með tilliti til sýkinga en Covid virðist vera sérstaklega erfitt fyrir eldra fólk. En ég get ekki svarað af hverju það er.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhönnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. 5. nóvember 2020 15:06 Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Líftölfræðingur segir að um fjórðungur Íslensku þjóðarinnar teljist í áhættuhópi vegna Covid-19. Vandasamt sé að létta á takmörkunum og hvetja þá sem eru í áhættuhópi að fara varlega, en það gæti haft veruleg áhrif á samfélagið. „Það er talið að það sé minnst fjórðungur þjóðarinnar sem sé í áhættuhópi, vegna aldurs eða annarra áhættuþátta eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki eða reykinga. Þannig að þetta er töluverður hópur,“ sagði Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum í Reykjavík síðdegis í dag. „Það er verið að skilgreina fólk með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, ofþyngd og fólk sem reykir í sérstaklega hárri áhættu á að hljóta alvarleg veikindi af þessari sýkingu. Þetta eru allt einhverjir æðasjúkdómar en það er ekkert bara það. Það eru líka lungnasjúkdómar, sum krabbamein,“ segir hún. „Svo vinna sumir áhættuþættir saman, sumir eru með fleiri en einn áhættuþátt.“ Hún segir erfitt að vernda aðeins þá hópa sem teljast í áhættu og aðrir haldi lífinu áfram eins og áður. „Það er mjög erfitt að vernda fjórðung þjóðarinnar ef allir hinir eru smitaðir. Hver á að vinna á hjúkrunarheimilum? Hver á að kenna?“ spyr Jóhanna. Þá séu ekki aðeins aldraðir eða þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem séu í aukinni áhættu. „[Áhættan eykst] í raun og veru strax um fimmtugt og hún er orðin veruleg eftir sextugt. Svo bara eins og við höfum séð undanfarnar vikur að fyrir fólk sem er komið yfir áttrætt er þetta töluverð áhætta,“ segir hún. „Almennt er hár aldur erfiður með tilliti til sýkinga en Covid virðist vera sérstaklega erfitt fyrir eldra fólk. En ég get ekki svarað af hverju það er.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhönnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. 5. nóvember 2020 15:06 Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. 5. nóvember 2020 15:06
Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38
Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11