Íslenski boltinn

Endurnýjar kynnin við Óla Jóh

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Karl Ingvarsson var sex ár í herbúðum Vals.
Einar Karl Ingvarsson var sex ár í herbúðum Vals. vísir/bára

Einar Karl Ingvarsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá Íslandsmeisturum Vals. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna þar sem hann hittir fyrir gamla þjálfarann sinn hjá Val, Ólaf Jóhannesson.

Einar Karl er 27 ára örvfættur miðjumaður. Hann gekk í raðir Vals 2015 og varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með liðinu.

Einar Karl er uppalinn hjá FH og varð Íslandsmeistari með Hafnfirðingum 2012. Hann lék með FH til 2013 en tímabilið 2014 lék hann bæði með Fjölni og Grindavík.

Alls hefur Einar Karl leikið 118 leiki í efstu deild og skorað ellefu mörk. Á nýafstöðnu tímabili lék hann fjórtán leiki með Val í Pepsi Max-deildinni og skoraði eitt mark, með glæsilegu skoti í 1-2 sigri á Breiðabliki.

Einar Karl var aðeins þrisvar sinnum í byrjunarliði Vals á síðasta tímabili en einn af þeim leikjum var 1-5 sigur á verðandi félögum hans í Stjörnunni.

Stjarnan endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili og náði Evrópusæti.

VELKOMINN EINAR KARL INGVARSSON! Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að við höfum náð samkomulagi við Einar Karl...

Posted by Stjarnan FC on Thursday, November 5, 2020

Tengdar fréttir

Guðjón kveður Stjörnuna

Framherjinn Guðjón Baldvinsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir uppeldisfélag sitt Stjörnuna.

Jósef Kristinn hættur

Jósef Kristinn Jósefsson er hættur knattspyrnuiðkun. Þetta kom fram á Fésbókarsíðu Stjörnunnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×