Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. nóvember 2020 12:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun mæla fyrir frumvarpi á næstunni sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. Visir/Vilhelm Gunnarsson Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. Í Kompás sem birtur var hér á Vísi í gær er rætt við tvær ungar konur sem báðar lentu í því sem börn að senda af sér nektarmynd sem fór í frekari dreifingu eða var hótað dreifingu. Þær lýsa erfiðum afleiðingum brotanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram lagafrumvarp sem felur í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir eða er hótað ofbeldi með þessum hætti. „Um er að ræða breytingar á hegningarlögunum sem fela í sér sérstakt ákvæði um brot gegn kynferðislegri friðhelgi einstaklinga og það er ekki einhlít skilgreining sem liggur um þetta hugtak en þarna er verið að reyna fella undir og styrkja verndina gegn ofbeldi og það er þá vísað til þess að háttsemin gæti verið að búa til, dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi. Og þá er líka gert refsivert að hóta því að dreifa slíku eða falsa slíkt efni,“ segir Áslaug Arna. Áslaug segir að núverandi löggjöf veiti aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti og það orsaki meðal annars ósamræmi í dómaframkvæmd. „Hún er aðallega felld undir blygðunarsemisbrot eða kynferðislega áreitni en þegar þessi ákvæði voru sett þá var kannski ekki búið að átta sig á þessum stafræna veruleika,“ segir Áslaug. Brot sem þessu séu gríðarlega alvarleg og mikilvægt að stjórnvöld láti sig málið varða. „Þeir sem beita svona ofbeldi eru að brjóta á viðkomandi með grófum hætti og við verðum að styrkja stafræna vernd gegn ofbeldi algjörlega óháð formi,“ segir Áslaug. Hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í næstu viku og segir að stuðningurinn sé mikill. Kompás Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. Í Kompás sem birtur var hér á Vísi í gær er rætt við tvær ungar konur sem báðar lentu í því sem börn að senda af sér nektarmynd sem fór í frekari dreifingu eða var hótað dreifingu. Þær lýsa erfiðum afleiðingum brotanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram lagafrumvarp sem felur í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir eða er hótað ofbeldi með þessum hætti. „Um er að ræða breytingar á hegningarlögunum sem fela í sér sérstakt ákvæði um brot gegn kynferðislegri friðhelgi einstaklinga og það er ekki einhlít skilgreining sem liggur um þetta hugtak en þarna er verið að reyna fella undir og styrkja verndina gegn ofbeldi og það er þá vísað til þess að háttsemin gæti verið að búa til, dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi. Og þá er líka gert refsivert að hóta því að dreifa slíku eða falsa slíkt efni,“ segir Áslaug Arna. Áslaug segir að núverandi löggjöf veiti aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti og það orsaki meðal annars ósamræmi í dómaframkvæmd. „Hún er aðallega felld undir blygðunarsemisbrot eða kynferðislega áreitni en þegar þessi ákvæði voru sett þá var kannski ekki búið að átta sig á þessum stafræna veruleika,“ segir Áslaug. Brot sem þessu séu gríðarlega alvarleg og mikilvægt að stjórnvöld láti sig málið varða. „Þeir sem beita svona ofbeldi eru að brjóta á viðkomandi með grófum hætti og við verðum að styrkja stafræna vernd gegn ofbeldi algjörlega óháð formi,“ segir Áslaug. Hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í næstu viku og segir að stuðningurinn sé mikill.
Kompás Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01
„Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00
Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31