Fótbolti

Sænski lands­liðs­­þjálfarinn skildi ekkert í færslu Zlatan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janne Andersson hefur gert góða hluti með Svía frá því að hann tók við liðinu árið 2016.
Janne Andersson hefur gert góða hluti með Svía frá því að hann tók við liðinu árið 2016. vísir/getty

Zlatan Ibrahimovic, stórstjarna AC Milan, birti mynd af sér í sænska landsliðsbúningnum á dögunum og skrifaði undir „Long time no see.“

Einhverjir vildu þar af leiðandi meina að Zlatan yrði mögulega í sænska landsliðshópnum á ný en hann hefur ekki leikið með landsliðinu síðan í júní 2016.

Janne Anderson, þjálfari sænska landsliðsins, var spurður út í þetta og hann kannast ekki við það að Zlatan sé að snúa aftur.

„Það er einhver sem sýndi mér myndina. Ég skil ekki hvað hann er að meina og eyði ekki orkunni minni í það,“ sagði Andersson í samtali við fotbollskanelen.se.

Ólíklegt er einnig að Zlatan snúi aftur í sænska landsliðið en á dögunum gagnrýndi hann m.a. Andersson að hafa ekki notað Dejan Kulusevski í leiknum gegn Frökkum í Þjóðadeildinni.

Zlatan hefur leikið á alls oddi á tímabilinu og er kominn með sjö mörk í fyrstu fjórum leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×