Léleg upplýsingagjöf lýtalækna til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 14:16 Það skortir upplýsingagjöf frá lýtalæknum samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns Framsóknarflokks. Getty Fáir lýtalæknar hafa skilað umbeðnum gögnum um starfsemi sína til landlæknis á undanförnum árum. Embætti landlæknis hefur send heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna upplýsingaskortsins og er málið nú til skoðunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Líneikar Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Líneik lagði fram fyrirspurn á Alþingi þar sem spurt er hvort ráðherra telji lög um upplýsingaskyldu lýtalækna nægilega skýr. Í svarinu segir að sjálfstætt starfandi sérfræðingar eigi lögum samkvæmt að standa skil á samskiptaskrá. Það hafi verið mat embættis landlæknis að skráningin sé nauðsynleg vegna skipulagningar heilbrigðisþjónustu og eftirlits. Samkvæmt landlækni hafi hluti sjálfstætt starfandi sérfræðilækna ekki skilað gögnum í samskiptaskrána. „Embætti landlæknis hefur sent heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna þessa sem nú er til skoðunar í ráðuneytinu,“ segir í svarinu. Enginn brást við beiðni um gögn frá 2018 Þá segir að samkvæmt nýjustu tölum séu hér á landi starfandi þrettán lýtaskurðlæknar. Á undanförnum árum hafi á bilinu þrír til fimm lýtaskurðlæknar skilað inn gögnum til landlæknis. Síðast var kallað eftir gögnum frá sjálfstætt starfandi sérfræðingum á árinu 2019, fyrir árin 2017 og 2018. Fimm lýtalæknar skiluðu inn gögnum fyrir árið 2017 og náðu þau til alls 6.922 samskipta við 3.407 einstaklinga. Í þeim gögnum sem hafi verið send inn undanfarin ár hafi þó aðeins verið upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fyrir hluta samskiptanna „en þær upplýsingar eru forsenda þess að gögnin nýtist sem skyldi.“ Í gögnunum fyrir árið 2017 hafi til að mynda aðeins verið upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fyrir 492, eða 7%, samskipta. Þá hafi engin gögn borist embætti landlæknis frá lýtaskurðlæknum fyrir árið 2018. Alþingi Lýtalækningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimm yngri en átján ára farið í brjóstastækkun síðustu ár Ellefu aðgerðir á skapabörmum stúlkna undir 18 ára aldri eru skráðar hjá heilbrigðisstofnunum landsins á tímabilinu 2011-2019. 3. nóvember 2020 20:53 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Fáir lýtalæknar hafa skilað umbeðnum gögnum um starfsemi sína til landlæknis á undanförnum árum. Embætti landlæknis hefur send heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna upplýsingaskortsins og er málið nú til skoðunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Líneikar Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Líneik lagði fram fyrirspurn á Alþingi þar sem spurt er hvort ráðherra telji lög um upplýsingaskyldu lýtalækna nægilega skýr. Í svarinu segir að sjálfstætt starfandi sérfræðingar eigi lögum samkvæmt að standa skil á samskiptaskrá. Það hafi verið mat embættis landlæknis að skráningin sé nauðsynleg vegna skipulagningar heilbrigðisþjónustu og eftirlits. Samkvæmt landlækni hafi hluti sjálfstætt starfandi sérfræðilækna ekki skilað gögnum í samskiptaskrána. „Embætti landlæknis hefur sent heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna þessa sem nú er til skoðunar í ráðuneytinu,“ segir í svarinu. Enginn brást við beiðni um gögn frá 2018 Þá segir að samkvæmt nýjustu tölum séu hér á landi starfandi þrettán lýtaskurðlæknar. Á undanförnum árum hafi á bilinu þrír til fimm lýtaskurðlæknar skilað inn gögnum til landlæknis. Síðast var kallað eftir gögnum frá sjálfstætt starfandi sérfræðingum á árinu 2019, fyrir árin 2017 og 2018. Fimm lýtalæknar skiluðu inn gögnum fyrir árið 2017 og náðu þau til alls 6.922 samskipta við 3.407 einstaklinga. Í þeim gögnum sem hafi verið send inn undanfarin ár hafi þó aðeins verið upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fyrir hluta samskiptanna „en þær upplýsingar eru forsenda þess að gögnin nýtist sem skyldi.“ Í gögnunum fyrir árið 2017 hafi til að mynda aðeins verið upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fyrir 492, eða 7%, samskipta. Þá hafi engin gögn borist embætti landlæknis frá lýtaskurðlæknum fyrir árið 2018.
Alþingi Lýtalækningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimm yngri en átján ára farið í brjóstastækkun síðustu ár Ellefu aðgerðir á skapabörmum stúlkna undir 18 ára aldri eru skráðar hjá heilbrigðisstofnunum landsins á tímabilinu 2011-2019. 3. nóvember 2020 20:53 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Fimm yngri en átján ára farið í brjóstastækkun síðustu ár Ellefu aðgerðir á skapabörmum stúlkna undir 18 ára aldri eru skráðar hjá heilbrigðisstofnunum landsins á tímabilinu 2011-2019. 3. nóvember 2020 20:53