Innlent

Forseti Íslands kominn í sóttkví

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/vilhelm

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.

Fram kemur í tilkynningu að starfsmaðurinn sé nær einkennalaus og að Guðni hafi engin einkenni Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Aðrir í fjölskyldu forseta þurfa ekki að vera í sóttkví.

Íslenskir ráðamenn hafa nokkrir þurft að fara í sóttkví frá því að faraldurinn hófst í byrjun árs. Þannig hafa einhverjir þingmenn þurft að sæta sóttkví og nokkrir smitast af veirunni. Þá þurfti ríkisstjórnin að fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát eftir að gestir á Hótel Rangá greindust með veiruna í ágúst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×