Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2020 19:21 Bandarískar herþotur á flugi. Getty/Mat Gdowsk Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hennar hálfu að Bandaríkjaher hafi hér fasta viðveru eða reist verði ný bandarísk herstöð á Austfjörðum. Hins vegar hafi herinn ýmsa aðstöðu hér nú þegar vegna varnarsamningsins. Robert Burke aðmíráll og yfirmaður bandaríska flotans í Evrópu og Afríku viðraði hugmyndir um fasta viðveru kafbátaleitarflugvéla og stuðningssveitar á Keflavíkurflugvelli og hafnaraðstöðu fyrir flotann á Austurlandi á fundi með völdum hópi fréttamanna í bandaríska sendiráðinu í síðustu viku. Robert Burke aðmíráll, yfirmaður bandariska flotans í Evrópu og Afríku.Mynd/bandaríska sendiráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir varnarsamning við Bandríkin og aðildina að Atlantshafsbandalaginu hluta af þeirri þjóðaröryggisstefnu sem stjórnvöld starfi eftir. Á þeim grunni hafi bandaríski herinn ákveðna aðstöðu á Keflavíkurflugvelli meðal annars fyrir kafbátaleitarflugvélar og á þeim grundvelli fari fram loftrýmisgæsla að hálfu NATO. „En eðlisbreyting eins og var orðuð í þessu samtali, það er að segja föst viðvera eða ný herstöð á Íslandi, kemur ekki til greina. Og hefur ekki verið rædd við íslenska ráðamenn né embættismenn samkvæmt okkar bestu upplýsingum,“ segir Katrín. Þetta standi ekki til enda yrði um að ræða mikla eðlisbreytingu á stöðu mála sem aldrei hafi verið rædd. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það kann að vera að það tengist minni veru sem forsætisráðherra. Enda liggur okkar afstaða alveg skýr fyrir,“ segir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Framlög hafi verið aukin vegna viðhalds á Suðurnesjum til að byggingar væru nothæfar í verkefnum sem væru talin mikilvæg í þessu samstarfi. Allar eðlisbreytingar á samstarfi við Bandaríkjamenn og NATO yrði að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi. „Hvað varðar höfn í Finnafirði hafa verið uppi ýmsar hugmyndir um stórskipahafnir, framkvæmdir, iðnað og leitar- og björgunarmiðstöð. En þar stendur heldur ekki til að reisa herstöð,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Vinstri græn Tengdar fréttir Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. 28. október 2020 23:19 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fleiri fréttir Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Sjá meira
Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hennar hálfu að Bandaríkjaher hafi hér fasta viðveru eða reist verði ný bandarísk herstöð á Austfjörðum. Hins vegar hafi herinn ýmsa aðstöðu hér nú þegar vegna varnarsamningsins. Robert Burke aðmíráll og yfirmaður bandaríska flotans í Evrópu og Afríku viðraði hugmyndir um fasta viðveru kafbátaleitarflugvéla og stuðningssveitar á Keflavíkurflugvelli og hafnaraðstöðu fyrir flotann á Austurlandi á fundi með völdum hópi fréttamanna í bandaríska sendiráðinu í síðustu viku. Robert Burke aðmíráll, yfirmaður bandariska flotans í Evrópu og Afríku.Mynd/bandaríska sendiráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir varnarsamning við Bandríkin og aðildina að Atlantshafsbandalaginu hluta af þeirri þjóðaröryggisstefnu sem stjórnvöld starfi eftir. Á þeim grunni hafi bandaríski herinn ákveðna aðstöðu á Keflavíkurflugvelli meðal annars fyrir kafbátaleitarflugvélar og á þeim grundvelli fari fram loftrýmisgæsla að hálfu NATO. „En eðlisbreyting eins og var orðuð í þessu samtali, það er að segja föst viðvera eða ný herstöð á Íslandi, kemur ekki til greina. Og hefur ekki verið rædd við íslenska ráðamenn né embættismenn samkvæmt okkar bestu upplýsingum,“ segir Katrín. Þetta standi ekki til enda yrði um að ræða mikla eðlisbreytingu á stöðu mála sem aldrei hafi verið rædd. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það kann að vera að það tengist minni veru sem forsætisráðherra. Enda liggur okkar afstaða alveg skýr fyrir,“ segir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Framlög hafi verið aukin vegna viðhalds á Suðurnesjum til að byggingar væru nothæfar í verkefnum sem væru talin mikilvæg í þessu samstarfi. Allar eðlisbreytingar á samstarfi við Bandaríkjamenn og NATO yrði að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi. „Hvað varðar höfn í Finnafirði hafa verið uppi ýmsar hugmyndir um stórskipahafnir, framkvæmdir, iðnað og leitar- og björgunarmiðstöð. En þar stendur heldur ekki til að reisa herstöð,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Vinstri græn Tengdar fréttir Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. 28. október 2020 23:19 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fleiri fréttir Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Sjá meira
Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06
Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. 28. október 2020 23:19