Sýning hjá Liverpool í Bergamo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atalanta BC v Liverpool FC: Group D - UEFA Champions League
John Powell/Liverpool FC

Liverpool gerði góða ferð og rúmlega það til Bergamo á Ítalíu í kvöld en ensku meistararnir burstuðu Atalanta 5-0 í D-riðli Meistaradeildarinnar.

Diogo Jota hefur gert það gott að undanförnu og hann fékk tækifæri í byrjunarliði Liverpool. Hann þakkaði traustið er hann skoraði á 16. mínútu með laglegri afgreiðslu.

Þetta var einungis byrjunin á veislunni en Portúgalinn tvöfaldaði forystuna á 33. mínútu. Staðan 2-0 í hálfleik en eftir átta mínútur í síðari hálfleik var staðan skyndilega orðinn 5-0.

Mohamed Salah kom Liverpool í 3-0 á 47. mínútu með ekta Salah marki; þar sem hann slapp einn í gegn og kláraði færið vel. Fjórða markið gerði Sadio Mane á 49. mínútu með laglegri vippu og sex mínútum síðar fullkomnaði Jota þrennu sína er hann kom Liverpool í 5-0 eftir undirbúning Salah.

Liverpool er í efsta sæti riðilsins með níu stig, Ajax er í öðru sætinu með fjögur stig líkt og Atalanta sem er í þriðja sætinu. Midtjylland er á botninum án stiga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira