Lagerbäck vonsvikinn vegna „amatöranna“ Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2020 16:31 Lars Lagerbäck hefur þjálfað Noreg síðustu ár og stýrir liðinu í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins í fótbolta, harmar það að einhver eða einhverjir í norska hópnum skuli hafa lekið því í fjölmiðla hvað gekk á í síðasta landsliðsverkefni. Norski miðillinn Verdens Gang greindi fyrstur frá rifrildi Lagerbäcks við framherjann Alexander Sörloth, sem gagnrýnt hafði undirbúning og leikskipulagi Noregs í tapleiknum gegn Serbíu í EM-umspilinu í síðasta mánuði. Sörloth og Lagerbäck rifust í dágóðan tíma, fyrir framan allan leikmannahóp Noregs, og ljóst að einhver úr hópnum hefur lýst atburðarásinni fyrir VG. Á blaðamannafundi í dag, þar sem Lagerbäck kynnti nýjan landsliðshóp sinn fyrir komandi landsleiki í nóvember, snerist umræðan mikið um þetta mál. Jafnvel þó að Lagerbäck og Sörloth hafi kvittað undir yfirlýsingu um að málinu væri lokið og að af því yrðu ekki frekari eftirmálar. Lagerbäck tjáði sig ekki mikið um málið í dag en beindi spjótum sínum að VG og heimildamanni miðilsins. „Fyrir mér er landsliðið fyrir atvinnumenn. Þeir sem að leka sögum sem eru slæmar fyrir landsliðið vil ég kalla amatöra. Með því að skapa svona umhverfi fyrir landsliðið þá eyðileggja menn atvinnumannamenninguna sem við viljum byggja upp. Þetta er svo sannarlega ekki gott,“ sagði Lagerbäck. Gekk á brott eftir að hafa gagnrýnt VG Svíinn, sem kveðst aldrei hafa lent í sams konar máli á löngum ferli sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Nígeríu, Íslands og nú Noregs, hyggst tala um það við leikmenn sína þegar þeir koma saman í næstu viku hvernig svona mál hafi ratað í fjölmiðla. „Þeir verða að hugsa út í málið. En ég get ekki sagt að ef ég vissi hver hefði lekið fréttinni þá yrði sá hinn sami tekinn úr landsliðinu. Þá myndi ég vilja vita hvernig þetta gerðist, frá þeim manni. Svo veit ég ekki hversu margir leikmenn blandast inn í þetta, svo ég verð að gæta varúðar. Mín reynsla af þessum hópi hefur verið stórkostleg og ég vona að þetta hafi verið einangrað tilvik,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck sagði frétt VG í meginatriðum rétta en að miðillinn hefði þó farið frjálslega með lýsingar af atburðarásinni og ekki lýst henni eins og hún kom honum fyrir sjónir. Þegar blaðamaður VG bað þjálfarann um að ræða við sig eftir fundinn gekk Lagerbäck á brott. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Noregur Tengdar fréttir Lagerbäck og lærisveinninn grafa stríðsöxina Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. 26. október 2020 13:01 Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30 Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins í fótbolta, harmar það að einhver eða einhverjir í norska hópnum skuli hafa lekið því í fjölmiðla hvað gekk á í síðasta landsliðsverkefni. Norski miðillinn Verdens Gang greindi fyrstur frá rifrildi Lagerbäcks við framherjann Alexander Sörloth, sem gagnrýnt hafði undirbúning og leikskipulagi Noregs í tapleiknum gegn Serbíu í EM-umspilinu í síðasta mánuði. Sörloth og Lagerbäck rifust í dágóðan tíma, fyrir framan allan leikmannahóp Noregs, og ljóst að einhver úr hópnum hefur lýst atburðarásinni fyrir VG. Á blaðamannafundi í dag, þar sem Lagerbäck kynnti nýjan landsliðshóp sinn fyrir komandi landsleiki í nóvember, snerist umræðan mikið um þetta mál. Jafnvel þó að Lagerbäck og Sörloth hafi kvittað undir yfirlýsingu um að málinu væri lokið og að af því yrðu ekki frekari eftirmálar. Lagerbäck tjáði sig ekki mikið um málið í dag en beindi spjótum sínum að VG og heimildamanni miðilsins. „Fyrir mér er landsliðið fyrir atvinnumenn. Þeir sem að leka sögum sem eru slæmar fyrir landsliðið vil ég kalla amatöra. Með því að skapa svona umhverfi fyrir landsliðið þá eyðileggja menn atvinnumannamenninguna sem við viljum byggja upp. Þetta er svo sannarlega ekki gott,“ sagði Lagerbäck. Gekk á brott eftir að hafa gagnrýnt VG Svíinn, sem kveðst aldrei hafa lent í sams konar máli á löngum ferli sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Nígeríu, Íslands og nú Noregs, hyggst tala um það við leikmenn sína þegar þeir koma saman í næstu viku hvernig svona mál hafi ratað í fjölmiðla. „Þeir verða að hugsa út í málið. En ég get ekki sagt að ef ég vissi hver hefði lekið fréttinni þá yrði sá hinn sami tekinn úr landsliðinu. Þá myndi ég vilja vita hvernig þetta gerðist, frá þeim manni. Svo veit ég ekki hversu margir leikmenn blandast inn í þetta, svo ég verð að gæta varúðar. Mín reynsla af þessum hópi hefur verið stórkostleg og ég vona að þetta hafi verið einangrað tilvik,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck sagði frétt VG í meginatriðum rétta en að miðillinn hefði þó farið frjálslega með lýsingar af atburðarásinni og ekki lýst henni eins og hún kom honum fyrir sjónir. Þegar blaðamaður VG bað þjálfarann um að ræða við sig eftir fundinn gekk Lagerbäck á brott.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Noregur Tengdar fréttir Lagerbäck og lærisveinninn grafa stríðsöxina Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. 26. október 2020 13:01 Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30 Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Lagerbäck og lærisveinninn grafa stríðsöxina Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. 26. október 2020 13:01
Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30
Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01
Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01