Innlent

Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um kórónuveirusmit

Eiður Þór Árnason skrifar
Ekki liggur fyrir hve margir voru um borð.
Ekki liggur fyrir hve margir voru um borð. vísir/vilhelm

Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna gruns um kórónuveirusmit um borð í flugvél Icelandair. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn og lenti klukkan hálf ellefu.

Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Hún segir að ákveðið verklag fari almennt í gang hjá þegar grunur er um slíkt smit um borð og að viðbrögð félagsins hafi verið í samræmi við það.

Framhaldið sé í höndum fulltrúa almannavarna sem taki á móti farþegum vélarinnar og meti hvaða ráðstafanna verði gripið til.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hve margir farþegar voru um borð í vélinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×