Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 20:53 Gunter birti þessa mynd á Twitter í dag og sendir kveðju á Bandaríkjaforseta. TWitter Bandaríska sendiráðsins Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. Þakkaði hann Donald Trump Bandaríkjaforseta og öðrum embættismönnum fyrir störf þeirra í þágu norðurslóða. „Hnökralausir flutningar í hið nýja bandaríska sendiráð. Stoltur af bandaríska sendiráðinu! Þakkir til Donald Trump, Mike Pence og Mike Pompeo. Þátttaka ykkar á norðurslóðum gerir Bandaríkin og Ísland örugg og frjáls fyrir komandi kynslóðir,“ skrifar sendiherrann og birtir mynd af sér með þumalinn uppi. Open for Business! Seamless transition into the #NewUSEmbassy. Proud of @usembreykjavik! Thank you to @realDonaldTrump, @Mike_Pence & @SecPompeo. Your engagement in the #HighNorth makes #America & #Iceland safe & free for generations to come! 🇺🇸🇮🇸 pic.twitter.com/1YJbj1i6tD— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 31, 2020 Gunter hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá því á síðasta ári en hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan þá. Síðast í gær sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu og var miðlinum í kjölfarið tilkynnt að boð á fund með bandarískum flotaforingja í dag væri afturkallað. Í sumar olli það einnig fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ og brugðust margir illa við þeim ummælum. Íslendingar svöruðu sendiherranum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi. Líkt og áður sagði hefur Gunter verið sendiherra frá árinu 2019 en hann var tilnefndur af Donald Trump árið 2018. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans, en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Hann er húðlæknir að mennt og kemur frá Kaliforníuríki. Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. Þakkaði hann Donald Trump Bandaríkjaforseta og öðrum embættismönnum fyrir störf þeirra í þágu norðurslóða. „Hnökralausir flutningar í hið nýja bandaríska sendiráð. Stoltur af bandaríska sendiráðinu! Þakkir til Donald Trump, Mike Pence og Mike Pompeo. Þátttaka ykkar á norðurslóðum gerir Bandaríkin og Ísland örugg og frjáls fyrir komandi kynslóðir,“ skrifar sendiherrann og birtir mynd af sér með þumalinn uppi. Open for Business! Seamless transition into the #NewUSEmbassy. Proud of @usembreykjavik! Thank you to @realDonaldTrump, @Mike_Pence & @SecPompeo. Your engagement in the #HighNorth makes #America & #Iceland safe & free for generations to come! 🇺🇸🇮🇸 pic.twitter.com/1YJbj1i6tD— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 31, 2020 Gunter hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá því á síðasta ári en hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan þá. Síðast í gær sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu og var miðlinum í kjölfarið tilkynnt að boð á fund með bandarískum flotaforingja í dag væri afturkallað. Í sumar olli það einnig fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ og brugðust margir illa við þeim ummælum. Íslendingar svöruðu sendiherranum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi. Líkt og áður sagði hefur Gunter verið sendiherra frá árinu 2019 en hann var tilnefndur af Donald Trump árið 2018. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans, en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Hann er húðlæknir að mennt og kemur frá Kaliforníuríki.
Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08
Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15