Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 20:53 Gunter birti þessa mynd á Twitter í dag og sendir kveðju á Bandaríkjaforseta. TWitter Bandaríska sendiráðsins Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. Þakkaði hann Donald Trump Bandaríkjaforseta og öðrum embættismönnum fyrir störf þeirra í þágu norðurslóða. „Hnökralausir flutningar í hið nýja bandaríska sendiráð. Stoltur af bandaríska sendiráðinu! Þakkir til Donald Trump, Mike Pence og Mike Pompeo. Þátttaka ykkar á norðurslóðum gerir Bandaríkin og Ísland örugg og frjáls fyrir komandi kynslóðir,“ skrifar sendiherrann og birtir mynd af sér með þumalinn uppi. Open for Business! Seamless transition into the #NewUSEmbassy. Proud of @usembreykjavik! Thank you to @realDonaldTrump, @Mike_Pence & @SecPompeo. Your engagement in the #HighNorth makes #America & #Iceland safe & free for generations to come! 🇺🇸🇮🇸 pic.twitter.com/1YJbj1i6tD— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 31, 2020 Gunter hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá því á síðasta ári en hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan þá. Síðast í gær sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu og var miðlinum í kjölfarið tilkynnt að boð á fund með bandarískum flotaforingja í dag væri afturkallað. Í sumar olli það einnig fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ og brugðust margir illa við þeim ummælum. Íslendingar svöruðu sendiherranum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi. Líkt og áður sagði hefur Gunter verið sendiherra frá árinu 2019 en hann var tilnefndur af Donald Trump árið 2018. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans, en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Hann er húðlæknir að mennt og kemur frá Kaliforníuríki. Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. Þakkaði hann Donald Trump Bandaríkjaforseta og öðrum embættismönnum fyrir störf þeirra í þágu norðurslóða. „Hnökralausir flutningar í hið nýja bandaríska sendiráð. Stoltur af bandaríska sendiráðinu! Þakkir til Donald Trump, Mike Pence og Mike Pompeo. Þátttaka ykkar á norðurslóðum gerir Bandaríkin og Ísland örugg og frjáls fyrir komandi kynslóðir,“ skrifar sendiherrann og birtir mynd af sér með þumalinn uppi. Open for Business! Seamless transition into the #NewUSEmbassy. Proud of @usembreykjavik! Thank you to @realDonaldTrump, @Mike_Pence & @SecPompeo. Your engagement in the #HighNorth makes #America & #Iceland safe & free for generations to come! 🇺🇸🇮🇸 pic.twitter.com/1YJbj1i6tD— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 31, 2020 Gunter hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá því á síðasta ári en hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan þá. Síðast í gær sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu og var miðlinum í kjölfarið tilkynnt að boð á fund með bandarískum flotaforingja í dag væri afturkallað. Í sumar olli það einnig fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ og brugðust margir illa við þeim ummælum. Íslendingar svöruðu sendiherranum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi. Líkt og áður sagði hefur Gunter verið sendiherra frá árinu 2019 en hann var tilnefndur af Donald Trump árið 2018. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans, en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Hann er húðlæknir að mennt og kemur frá Kaliforníuríki.
Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08
Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels