Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 20:53 Gunter birti þessa mynd á Twitter í dag og sendir kveðju á Bandaríkjaforseta. TWitter Bandaríska sendiráðsins Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. Þakkaði hann Donald Trump Bandaríkjaforseta og öðrum embættismönnum fyrir störf þeirra í þágu norðurslóða. „Hnökralausir flutningar í hið nýja bandaríska sendiráð. Stoltur af bandaríska sendiráðinu! Þakkir til Donald Trump, Mike Pence og Mike Pompeo. Þátttaka ykkar á norðurslóðum gerir Bandaríkin og Ísland örugg og frjáls fyrir komandi kynslóðir,“ skrifar sendiherrann og birtir mynd af sér með þumalinn uppi. Open for Business! Seamless transition into the #NewUSEmbassy. Proud of @usembreykjavik! Thank you to @realDonaldTrump, @Mike_Pence & @SecPompeo. Your engagement in the #HighNorth makes #America & #Iceland safe & free for generations to come! 🇺🇸🇮🇸 pic.twitter.com/1YJbj1i6tD— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 31, 2020 Gunter hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá því á síðasta ári en hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan þá. Síðast í gær sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu og var miðlinum í kjölfarið tilkynnt að boð á fund með bandarískum flotaforingja í dag væri afturkallað. Í sumar olli það einnig fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ og brugðust margir illa við þeim ummælum. Íslendingar svöruðu sendiherranum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi. Líkt og áður sagði hefur Gunter verið sendiherra frá árinu 2019 en hann var tilnefndur af Donald Trump árið 2018. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans, en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Hann er húðlæknir að mennt og kemur frá Kaliforníuríki. Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. Þakkaði hann Donald Trump Bandaríkjaforseta og öðrum embættismönnum fyrir störf þeirra í þágu norðurslóða. „Hnökralausir flutningar í hið nýja bandaríska sendiráð. Stoltur af bandaríska sendiráðinu! Þakkir til Donald Trump, Mike Pence og Mike Pompeo. Þátttaka ykkar á norðurslóðum gerir Bandaríkin og Ísland örugg og frjáls fyrir komandi kynslóðir,“ skrifar sendiherrann og birtir mynd af sér með þumalinn uppi. Open for Business! Seamless transition into the #NewUSEmbassy. Proud of @usembreykjavik! Thank you to @realDonaldTrump, @Mike_Pence & @SecPompeo. Your engagement in the #HighNorth makes #America & #Iceland safe & free for generations to come! 🇺🇸🇮🇸 pic.twitter.com/1YJbj1i6tD— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 31, 2020 Gunter hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá því á síðasta ári en hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan þá. Síðast í gær sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu og var miðlinum í kjölfarið tilkynnt að boð á fund með bandarískum flotaforingja í dag væri afturkallað. Í sumar olli það einnig fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ og brugðust margir illa við þeim ummælum. Íslendingar svöruðu sendiherranum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi. Líkt og áður sagði hefur Gunter verið sendiherra frá árinu 2019 en hann var tilnefndur af Donald Trump árið 2018. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans, en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Hann er húðlæknir að mennt og kemur frá Kaliforníuríki.
Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08
Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15