Lektorinn tapaði máli sínu gegn HR fyrir Landsrétti Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2020 14:56 Kristinn Sigurjónsson (t.h.) með Jóni Steinar Gunnlaugssyni, lögmanni sínum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hafnaði kröfu Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, á hendur skólanum í dag. HR sagði Kristni upp vegna ummæla sem hann lét falla um konur í lokuðum Facebook-hóp í tengslum við MeToo-umræðuna fyrir tveimur árum. Kristinn krafðist miskabóta upp á hátt í sextíu milljónir króna frá HR vegna uppsagnarinnar í október árið 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði skólann af kröfunni í ágúst í fyrra. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins, staðfestir við Vísi að Landsréttur hafi hafnað kröfu hans í dag. Hann segir niðurstöðuna umhugsunarverða í ljósi þess að Kristinn hafi verið rekinn fyrir að láta í ljós skoðun sína á máli sem var til mikillar umræðu í samfélaginu á lokaðri vefsíðu. Kristinn starfaði sem lektor við tækni- og verkfræðideild HR en var sagt upp störfum vegna ummæla hans um konur í lokuðum Facebook-hóp, „Karlmennskuspjallið“, í október árið 2018. Ummælin voru á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði Kristinn að hann teldi vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla. Dómurinn í máli Kristins hefur enn ekki verið birtur á vef Landsréttar. Jón Steinar segir að rétturinn hafi ekki fallist á að í uppsögn Kristins hafi falist ólögmæt meingerð gegn honum og því hafi skólinn verið sýknaður af kröfunni. Fréttin hefur verið uppfærð. MeToo Uppsögn lektors við HR Dómsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Landsréttur hafnaði kröfu Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, á hendur skólanum í dag. HR sagði Kristni upp vegna ummæla sem hann lét falla um konur í lokuðum Facebook-hóp í tengslum við MeToo-umræðuna fyrir tveimur árum. Kristinn krafðist miskabóta upp á hátt í sextíu milljónir króna frá HR vegna uppsagnarinnar í október árið 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði skólann af kröfunni í ágúst í fyrra. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins, staðfestir við Vísi að Landsréttur hafi hafnað kröfu hans í dag. Hann segir niðurstöðuna umhugsunarverða í ljósi þess að Kristinn hafi verið rekinn fyrir að láta í ljós skoðun sína á máli sem var til mikillar umræðu í samfélaginu á lokaðri vefsíðu. Kristinn starfaði sem lektor við tækni- og verkfræðideild HR en var sagt upp störfum vegna ummæla hans um konur í lokuðum Facebook-hóp, „Karlmennskuspjallið“, í október árið 2018. Ummælin voru á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði Kristinn að hann teldi vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla. Dómurinn í máli Kristins hefur enn ekki verið birtur á vef Landsréttar. Jón Steinar segir að rétturinn hafi ekki fallist á að í uppsögn Kristins hafi falist ólögmæt meingerð gegn honum og því hafi skólinn verið sýknaður af kröfunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
MeToo Uppsögn lektors við HR Dómsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira