Fótbolti

Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson fagnar marki í sigri AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gærkvöldi.
Albert Guðmundsson fagnar marki í sigri AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Getty/ANP Sport

Albert Guðmundsson nýtti tækifærið sitt í byrjunarliði AZ frábærlega í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði þá sína aðra Evrópuþrennu á tímabilinu.

Albert Guðmundsson var á skotskónum í Evrópudeildinni í gærkvöldi þegar AZ Alkmaar vann 4-1 heimasigur á króatíska félaginu Rijeka.

Albert skoraði annað og fjórða mark hollenska liðsins í leiknum og er þar með búinn að skora þrjú mörk í tveimur leikjum síðan að hann fékk aftir tækifæri í byrjunarliðinu.

Albert hefur aðeins þurft að dúsa á bekknum síðustu vikur en frammistaðan hans í gær ætti að kalla á fleiri tækifæri í byrjunarliðinu.

Albert skoraði líka tvennu á móti Viktoria Plzen í forkeppni Evrópudeildarinnar í ágúst og er því með 4 mörk í 4 Evrópuleikjum sínum á leiktíðinni.

Albert er búinn að spila alls 206 mínútur í Evrópu á leiktíðinni og hefur því skorað 52 mínútna fresti sem er frábær tölfræði.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin hans Alberts frá því í gær. Það fyrra skoraði hann eftir frábæra sendingu frá Fredrik Midtsjö á 20. mínútu en það síðara eftir sendingu frá Teun Koopmeiners.

Klippa: Albert með tvö mörk á móti Rijeka

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.