Fótbolti

Heimir og Aron Einar grímuklæddir á blaðamannafundi fyrir stórleik dagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundinum í gær.
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundinum í gær. Instagram/@alarabi_club

Heimir Hallgrímsson getur í dag orðið fyrsti þjálfari Al-Arabi í 26 ár til að koma liðinu í bikarúrslitaleikinn í Katar.

Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson verða í sviðsljósinu í dag þegar lið þeirra Al-Arabi spilar til undanúrslita í Emírbikarkeppninni.

Al-Arabi spilar í dag við Al-Markhiya í undanúrslitum Emírbikarsins en í boði er sæti í úrslitaleiknum þangað sem Al Arabi hefur ekki komist síðan 1994.

Al Arabi hefur unnið bikarkeppnina átta sinnum en það eru liðin 27 ár síðan félagið vann bikarinn síðast.

Möguleikarnir ættu að vera ágætir enda spilar Al-Markhiya liðið í b-deildinni í Katar.

Al-Markhiya hefur hins vegar ekki enn fengið á sig mark í bikarnum í ár og hefur þegar slegið út tvö lið sem eru meðal þeirra sex efstu í úrvalsdeildinni eða lið Al-Rayyan og Al-Gharafa.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al-Arabi og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson mættu báðir á blaðamannafund í gær og ræddu leikinn í dag. Báðir voru þeir með grímur og tóku þær ekki niður á fundinum.

„Það er aðeins meiri pressa á okkur ekki síst þar sem Al-Markhiya vann bæði Al-Rayyan og Al-Gharafa. Þessi leikur er mikilvægur fyrir okkur og stuðningsmennina okkar en við megum ekki vera of kokhraustir og megum alls ekki vanmeta mótherjanna. Við áttum okkur á mikilvægi þess að komast í úrslitaleik Emirbíkarsins,“ sagði Aron Einar Gunnarsson meðal annars á blaðamannafundinum.

Leikurinn milli Al Arabi og Al-Markhiya í dag hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma.

Hér fyrir neðan má sjá Aron Einar og Heimir á fundinum í gær.

View this post on Instagram

: : . : . : . .

A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) on

View this post on Instagram

: : . : 90 90 . 8 . . : .

A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) on
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.