Innlent

Allir starfs­menn og þorri nem­enda í skimun

Sylvía Hall skrifar
Fimm starfsmenn Ölduselsskóla eru smitaðir af kórónuveirunni.
Fimm starfsmenn Ölduselsskóla eru smitaðir af kórónuveirunni. Reykjavíkurborg

Vel hefur tekist að ná utan hópsýkinguna sem kom upp í Ölduselsskóla í Breiðholti. Hátt í fimmtíu smit komu upp innan skólans, flest meðal nemenda, og hafa tengd smit verið staðfest utan skólans.

Elínrós Benediktsdóttir skólastjóri segir alla innan skólans hafa lagst á eitt til þess að bregðast við sýkingunni. Gripið hafi verið til harðra aðgerða og allir hafi verið tilbúnir að leggja sitt af mörkum.

„Það fóru allir starfsmenn í sýnatöku, líka þeir sem voru ekki endilega útsettir fyrir smiti, svo við höfum náð svolítið vel utan um það. Þorri nemenda hafa farið í skimun líka svo við teljum okkur vera með svolítið góða mynd af stöðunni núna,“ sagði Elínrós í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Hún segir dæmi um að starfsfólk og nemendur hafi ekki mætt í skólann í dag og sumir taki sér einnig frí á morgun. Það sé eðlilegt í ljósi stöðunnar.

„Það er alveg eðlilegt að það sé ákveðin hræðsla og ótti. Við erum bara að vinna þetta saman, upplýsingar hafa borist vel og örugglega út í allt skólasamfélagið, en að sjálfsögðu voru einhverjir heima, bæði náttúrulega þeir sem eru smitaðir og þeir sem eru komnir í sóttkví út frá þeim smitum.“

Hún segir skólastjórnendur þó spennta fyrir því að taka á móti sem flestum á mánudag.

„Einhverjir ákváðu að vera heima í dag og jafnvel á morgun og koma svo bara eftir helgi. Við hlökkum til að sjá nemendur þá.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×