Erlent

Á­kærður fyrir sjö kyn­ferðis­brot til við­bótar

Atli Ísleifsson skrifar
Ron Jeremy.
Ron Jeremy. Getty

Bandaríski klámmyndaleikarinn Ron Jeremy hefur verið ákærður fyrir sjö kynferðisbrot til viðbótar. Hann neitar sök í málunum.

Nýju ákæruliðirnir þýða að Jeremy er nú ákærður fyrir samtals 35 kynferðisbrot, þar af ellefu nauðganir og mikinn fjölda annarra kynferðisbrota, en brotin eiga að hafa beinst gegn samtals 23 konum.

Hinn 67 ára Jeremy hefur verið eitt stærsta nafnið í heimi klámmynda, en hann var fyrst ákærður í júní síðastliðinn fyrir þrjár nauðganir og röð annarra kynferðisbrota sem eiga að hafa átt sér stað á árunum 2014 til 2019.

Eftir að hann var ákærður fjölgaði í þeim hópi kvenna sem sökuðu Jeremy um að hafa beitt sér ofbeldi og í ágúst hafði meinum brotum fjölgað um tuttugu.

Erlendir fjölmiðlar segja að Jeremy eigi nú yfir höfði sér allt að 330 ára fangelsi, verði hann fundinn sekur í öllum málunum.

Meint brot ná yfir 24 ára tímabil, frá árinu 1996 og til 2020, og voru fórnarlömbin á aldrinum fimmtán til 54 þegar meint brot áttu sér stað.

Jeremy hefur leikið í á þriðja þúsund klámmynda, en ferill hans hófst á áttunda áratugnum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×