Trump gerði grín að grímunotkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 29. október 2020 07:19 Breski stjórnmálamaðurinn Nigel Farage kom fram á kosningafundi með Trump í Arizona í gær. Getty/Chip Somodevilla Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið fyrirferðarmikill á kosningafundum. Í gærkvöldi hvatti Donald Trump Bandaríkjaforseti ríkin til að forðast hörðustu aðgerðir eins og útgöngubann á meðan Joe Biden frambjóðandi demókrata sagði að ekki væri hægt að slökkva á faraldrinum með einu handtaki. Þeim fjölgar dag frá degi sem greinast með kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Þá fjölgar dauðsföllum einnig. Á kosningafundi í heimabæ sínum Wilmingotn í Delaware í gær sagði Biden að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru móðgun við fórnarlömb veirunnar. Sjálfur hét Biden því á fundinum að láta vísindi ráða för þegar kæmi að ákvörðunum vegna faraldursins. „Jafnvel þótt ég vinni þá mun það kosta mikla vinnu að binda enda á faraldurinn. Ég lofa þessu: Við munum byrja á því að gera réttu hlutina á degi eitt,“ sagði Biden. Á meðan gerði forsetinn grín að samkomum Demókrata þar sem fólki er skylt að nota grímur. Fæstir nota grímur á kosningafundum Trumps og óttast Anthony Fauci , helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, að fundirnir geti orðið til að breiða út smit enn frekar og þannig leitt til veldisvaxtar faraldursins. Trump, sem hélt kosningafund í Goodyear í Arizona í gær, varaði við því að ef Biden næði kjöri þýddi það útgöngubann og efnahagskrísu. Biden hefur ekki viljað útiloka að setja á útgöngubann vegna kórónuveirunnar ef hann verður kosinn forseti. „Ef þú kýst Joe Biden þá þýðir það að engin börn fara í skólann, það verða engar útskriftir, engin brúðkaup, engin þakkargjörðahátíð, engin jól, enginn þjóðhátíðardagur. Að öðru leyti mun líf þetta verða dásamlegt. Þú mátt ekki hitta neinn en það er allt í lagi,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira
Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið fyrirferðarmikill á kosningafundum. Í gærkvöldi hvatti Donald Trump Bandaríkjaforseti ríkin til að forðast hörðustu aðgerðir eins og útgöngubann á meðan Joe Biden frambjóðandi demókrata sagði að ekki væri hægt að slökkva á faraldrinum með einu handtaki. Þeim fjölgar dag frá degi sem greinast með kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Þá fjölgar dauðsföllum einnig. Á kosningafundi í heimabæ sínum Wilmingotn í Delaware í gær sagði Biden að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru móðgun við fórnarlömb veirunnar. Sjálfur hét Biden því á fundinum að láta vísindi ráða för þegar kæmi að ákvörðunum vegna faraldursins. „Jafnvel þótt ég vinni þá mun það kosta mikla vinnu að binda enda á faraldurinn. Ég lofa þessu: Við munum byrja á því að gera réttu hlutina á degi eitt,“ sagði Biden. Á meðan gerði forsetinn grín að samkomum Demókrata þar sem fólki er skylt að nota grímur. Fæstir nota grímur á kosningafundum Trumps og óttast Anthony Fauci , helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, að fundirnir geti orðið til að breiða út smit enn frekar og þannig leitt til veldisvaxtar faraldursins. Trump, sem hélt kosningafund í Goodyear í Arizona í gær, varaði við því að ef Biden næði kjöri þýddi það útgöngubann og efnahagskrísu. Biden hefur ekki viljað útiloka að setja á útgöngubann vegna kórónuveirunnar ef hann verður kosinn forseti. „Ef þú kýst Joe Biden þá þýðir það að engin börn fara í skólann, það verða engar útskriftir, engin brúðkaup, engin þakkargjörðahátíð, engin jól, enginn þjóðhátíðardagur. Að öðru leyti mun líf þetta verða dásamlegt. Þú mátt ekki hitta neinn en það er allt í lagi,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira