Innlent

Uppsagnir í Borgarleikhúsinu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Borgarleikhúsið.
Borgarleikhúsið. Vísir/Vilhelm

Nokkrum starfsmönnum Borgarleikhússins var sagt upp störfum í dag. Ekki er þó um hópuppsögn að ræða en samkvæmt upplýsingum fréttastofu fengu átta starfsmenn leikhússins uppsagnarbréf í dag. Hafa einhverjir þeirra sjálfir greint frá uppsögn sinni á samfélagsmiðlum.

Þá hefur verið boðað til starfsmannafundar í fyrramálið.

Fyrr í þessum mánuði ákváðu bæði Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið að fresta öllum sýningum og viðburðum í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar og til samræmis við tilmæli frá yfirvöldum en menningarstofnanir á borð við Borgarleikhúsið hafa ekki farið varhluta af áhrifum faraldursins. Þannig hefur til að mynda öllum sýningum í Borgarleikhúsinu verið frestað til 10. nóvember hið minnsta.

Uppfært kl. 23:04

Í tölvupósti sem sendur var starfsmönnum í dag kemur fram að reynt hafi verið eftir fremsta megni að vernda störf og standa vörð um rekstur leikhússins. Leikhúsið hafi aftur á móti orðið af um 60% tekna sem sé afar stór biti og nú sé komið að þolmörkum. Er það harmað að segja hafi þurft upp átta starfsmönnum, þvert á deildir leikhússins, frá og með mánaðamótum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.