Til greina kemur að færri en tuttugu megi koma saman Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. október 2020 19:31 Mikið hefur mætt á starfsfólki Landspítalans síðustu daga eftir að hópsýking kom upp á Landakoti. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri legið inni á spítala vegna kórónuveirunnar hér á landi og nú eða sextíu og einn. Sóttvarnalæknir vill herða sóttvarnaaðgerðir og segir til greina koma að fækka þeim sem geta komið saman en í dag mega tuttugu gera það. Einn lést af völdum Covid-19 síðastliðinn sólarhring. Sá sem lést var á níræðisaldri. Þetta er tólfta dauðsfallið hér á landi af völdum Covid-19 en tveir hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær en 62 þeirra voru í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni að enn greinist margir með veiruna utan sóttkvíar og smituðum á landamærum fjölgi. Hann segir því fátt annað í stöðunni en að herða veiruaðgerðir og mun skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum á morgun eða hinn. Eins og staðan er í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum en hópsýkingin á Landakoti hefur haft mikil áhrif. „Við höfum ekki mikið svigrúm inn á sjúkrahúsinu til dæmis á Landspítalanum. Sem betur fer er enginn inniliggjandi á Akureyri. Það eru ekki mörg fleiri sjúkrahús sem að geta vistað þessa sjúklinga sem þurfa svona sérhæfða meðferð. Þannig það þarf ekki mikið að bæta í til þess að þessi sjúkrahús lendi í verulegum vanda og þá er of seint í rassinn gripið. Þannig við þurfum eiginlega að fara að hugsa málið núna hvað við getum gert,“ segir Þórólfur Nú eru í gildi samkomutakmarkanir sem fela í sér að ekki mega fleiri en tuttugu koma saman. Þórólfur segir til greina koma að herða reglurnar þannig að færri geti komið saman. „Ef að það verður gripið til harðari ráðstafana þá er það eitt af úrræðunum,“ segir Þórólfur. Kórónuveirufaraldurinn hefur stungið sér niður í Ölduselsskóla.Vísir/Sigurjón Veiran hefur náð að stinga sér niður í leik- og grunnskólum. Tuttugu nemendur í Ölduselsskóla og sjö starfsmenn hafa til að mynda greinst með kórónuveiruna. Grunn- og leikskólahald hefur að mestu verið óbreytt þar sem rýmri reglur gilda um börn. „Við höfum fram til þessa verið með svona vægari gagnvart yngri börnum og held að það hafi sýnt sig hér og annars staðar erlendis að það er rétt stefna að gera það og við munum reyna að hafa það að leiðarljósi áfram,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur rætt við Þórólf í dag og býst við því að fá minnisblað frá honum á næstu dögum. „Ég býst við því að við séum að fara inn í bara svona hefðbundinn takt að því leytinu til að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og gildi í tvær til þrjár vikur og að þær verði ræddar á fundi ríkisstjórnar á föstudag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46 Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. 28. október 2020 16:26 Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira
Aldrei hafa fleiri legið inni á spítala vegna kórónuveirunnar hér á landi og nú eða sextíu og einn. Sóttvarnalæknir vill herða sóttvarnaaðgerðir og segir til greina koma að fækka þeim sem geta komið saman en í dag mega tuttugu gera það. Einn lést af völdum Covid-19 síðastliðinn sólarhring. Sá sem lést var á níræðisaldri. Þetta er tólfta dauðsfallið hér á landi af völdum Covid-19 en tveir hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær en 62 þeirra voru í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni að enn greinist margir með veiruna utan sóttkvíar og smituðum á landamærum fjölgi. Hann segir því fátt annað í stöðunni en að herða veiruaðgerðir og mun skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum á morgun eða hinn. Eins og staðan er í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum en hópsýkingin á Landakoti hefur haft mikil áhrif. „Við höfum ekki mikið svigrúm inn á sjúkrahúsinu til dæmis á Landspítalanum. Sem betur fer er enginn inniliggjandi á Akureyri. Það eru ekki mörg fleiri sjúkrahús sem að geta vistað þessa sjúklinga sem þurfa svona sérhæfða meðferð. Þannig það þarf ekki mikið að bæta í til þess að þessi sjúkrahús lendi í verulegum vanda og þá er of seint í rassinn gripið. Þannig við þurfum eiginlega að fara að hugsa málið núna hvað við getum gert,“ segir Þórólfur Nú eru í gildi samkomutakmarkanir sem fela í sér að ekki mega fleiri en tuttugu koma saman. Þórólfur segir til greina koma að herða reglurnar þannig að færri geti komið saman. „Ef að það verður gripið til harðari ráðstafana þá er það eitt af úrræðunum,“ segir Þórólfur. Kórónuveirufaraldurinn hefur stungið sér niður í Ölduselsskóla.Vísir/Sigurjón Veiran hefur náð að stinga sér niður í leik- og grunnskólum. Tuttugu nemendur í Ölduselsskóla og sjö starfsmenn hafa til að mynda greinst með kórónuveiruna. Grunn- og leikskólahald hefur að mestu verið óbreytt þar sem rýmri reglur gilda um börn. „Við höfum fram til þessa verið með svona vægari gagnvart yngri börnum og held að það hafi sýnt sig hér og annars staðar erlendis að það er rétt stefna að gera það og við munum reyna að hafa það að leiðarljósi áfram,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur rætt við Þórólf í dag og býst við því að fá minnisblað frá honum á næstu dögum. „Ég býst við því að við séum að fara inn í bara svona hefðbundinn takt að því leytinu til að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og gildi í tvær til þrjár vikur og að þær verði ræddar á fundi ríkisstjórnar á föstudag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46 Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. 28. október 2020 16:26 Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira
117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46
Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. 28. október 2020 16:26
Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48