Innlent

Lækka há­marks­hraða á Kjalar­nesi vegna undir­búnings breikkunar­fram­kvæmda

Atli Ísleifsson skrifar
Í fyrsta áfanga verður vegurinn breikkaður í 2+1 veg á fjögurra kílómetra kafla milli Varmhóla og Vallár.
Í fyrsta áfanga verður vegurinn breikkaður í 2+1 veg á fjögurra kílómetra kafla milli Varmhóla og Vallár. Stöð 2

Búið er að lækka hámarkshraða á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi vegna undirbúnings framkvæmda við breikkun vegarins. Er hámarkshraðinn þar nú 70 km/klst, en hefur verið 90.

Þetta staðfestir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Vísi. Segir hann að nú sé verið að koma upp skiltum og fleiru til að framkvæmdir geti þar hafist fyrir alvöru.

Í frétt Stöðvar 2 frá í ágúst kom fram að í þessum fyrsta áfanga eigi að breikka fjögurra kílómetra kafla Vesturlandsvegar frá Varmhólum að Vallá í 2+1 veg með aðskildum akbrautum. Alls stendur þó til að breikka níu kílómetra kafla frá Varmhólum og að vegamótum Hvalfjarðarvegar.

Einnig stendur til að gera hringtorg við Móa og tvenn undirgöng, við Varmhóla og Saltvík, sem og hliðarvegi, áningarstað og stíga.

Vegagerðin samþykkti tilboð Ístaks í verkið, en það var fjórum prósentum yfir kostnaðaráætlun og hljóðaði upp á 2.226 milljónir króna.


Tengdar fréttir

Ístak með lægra boðið í breikkun á Kjalarnesi

Aðeins tvö tilboð bárust í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes en þau voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Lægra boðið, upp á 2.305 milljónir króna, átti Ístak, og var það fjórum prósentum yfir kostnaðaráætlun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.