Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2020 14:13 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. Nokkrir voru utan sóttkvíar við greiningu og virðast við fyrstu sýn hafa „dreifst víða“, að því er fram kemur í færslu lögreglu á Norðurlandi eystra í dag. Þá hefur enginn greinst með veiruna í tengslum við veitingastaðinn Berlín á Akureyri eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að aðili sem eigi sér sögu hjá lögreglu hafi gert smitrakningu erfitt fyrir. Sá hafi verið smitaður en ekki virt sóttkví. Hann sé nú kominn á réttan stað, eins og hann orði það, og vonandi verði hann ekki til frekari vandræða. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rekja megi smitin tíu sem greindust í gær til nokkurra mismunandi staða. „Þau eru ekki öll úr sama hópnum. Við rekjum þetta inn í íþróttafélag, grunnskóla, jarðarför og svo eru líka eitt eða tvö með óþekktan uppruna. Það er svona túlkunin á því að þetta hafi dreifst víða,“ segir Hermann. Þá segir hann marga hafa komið í sýnatöku í umdæminu í gær og á von á því að staðan verði eins í dag. Engir fleiri smitaðir í tengslum við Berlín Lögregla óskaði eftir því í gær að allir viðskiptavinir veitingastaðarins Berlínar á Akureyri, sem voru á staðnum laugardaginn 24. október frá 11-14, hefðu samband við lögreglu vegna smits sem þar kom upp í fyrradag. Lögregla kveðst í dag hafa fengið mikil og góð viðbrögð við þeirri ósk sinni. Fram kemur í Facebook-færslu Berlínar í gær að starfsmaður í hlutastarfi hafi greinst með veiruna eftir að hann vann eina vakt umræddan laugardag, 24. október. Allir sem unnu með viðkomandi starfsmanni voru sendir í sjö daga sóttkví og fara í sýnatöku að henni lokinni. Þeir starfsmenn sem störfuðu ekki á sömu vakt fóru í sýnatöku í gær. Þá var ákveðið að loka staðnum í dag eða þar til niðurstöður úr skimuninni liggja fyrir. Hermann segir að hann viti ekki til þess að fleiri en umræddur starfsmaður hafi greinst með veiruna eftir skimanir í gær. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Tengdar fréttir Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu. 27. október 2020 18:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. Nokkrir voru utan sóttkvíar við greiningu og virðast við fyrstu sýn hafa „dreifst víða“, að því er fram kemur í færslu lögreglu á Norðurlandi eystra í dag. Þá hefur enginn greinst með veiruna í tengslum við veitingastaðinn Berlín á Akureyri eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að aðili sem eigi sér sögu hjá lögreglu hafi gert smitrakningu erfitt fyrir. Sá hafi verið smitaður en ekki virt sóttkví. Hann sé nú kominn á réttan stað, eins og hann orði það, og vonandi verði hann ekki til frekari vandræða. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rekja megi smitin tíu sem greindust í gær til nokkurra mismunandi staða. „Þau eru ekki öll úr sama hópnum. Við rekjum þetta inn í íþróttafélag, grunnskóla, jarðarför og svo eru líka eitt eða tvö með óþekktan uppruna. Það er svona túlkunin á því að þetta hafi dreifst víða,“ segir Hermann. Þá segir hann marga hafa komið í sýnatöku í umdæminu í gær og á von á því að staðan verði eins í dag. Engir fleiri smitaðir í tengslum við Berlín Lögregla óskaði eftir því í gær að allir viðskiptavinir veitingastaðarins Berlínar á Akureyri, sem voru á staðnum laugardaginn 24. október frá 11-14, hefðu samband við lögreglu vegna smits sem þar kom upp í fyrradag. Lögregla kveðst í dag hafa fengið mikil og góð viðbrögð við þeirri ósk sinni. Fram kemur í Facebook-færslu Berlínar í gær að starfsmaður í hlutastarfi hafi greinst með veiruna eftir að hann vann eina vakt umræddan laugardag, 24. október. Allir sem unnu með viðkomandi starfsmanni voru sendir í sjö daga sóttkví og fara í sýnatöku að henni lokinni. Þeir starfsmenn sem störfuðu ekki á sömu vakt fóru í sýnatöku í gær. Þá var ákveðið að loka staðnum í dag eða þar til niðurstöður úr skimuninni liggja fyrir. Hermann segir að hann viti ekki til þess að fleiri en umræddur starfsmaður hafi greinst með veiruna eftir skimanir í gær. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Tengdar fréttir Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu. 27. október 2020 18:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu. 27. október 2020 18:00