Innlent

Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Í ljósi kórónuveirunnar er fólk á beðið um að halda sig í heimabyggð við veiðarnar. 
Í ljósi kórónuveirunnar er fólk á beðið um að halda sig í heimabyggð við veiðarnar.  Vísir/Vilhelm

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins.

Heimilt verður að veiða frá og með 1. nóvember og til og með 30. nóvember, frá og með föstudögum til og með þriðjudögum, en veiðar eru bannaðar á miðvikudögum og fimmtudögum.

Í ár eru veiðimenn hvattir til að gæta hófs í veiðum og að fylgja sóttvarnarreglum auk þess sem þeir fari að tilmælum lögreglu eða aðgerðarstjórna almannavarnanefnda í hverjum landshluta fyrir sig. Nú þegar hefur aðgerðastjórn almannavarnanefndar austurlands hvatt rjúpnaveiðimenn sem voru að íhuga ferðir austur, að halda sig frekar í heimabyggð.

Hvetja til hófsamra veiða í ár

Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, félags skotveiðimanna, sagði í Bítinu á Byljgunni í morgun að í ljósi lítillar stofnstærðar Rjúpunnar væri mælst til að menn skjóti aðeins fimm til sjö rjúpur á mann. „Frá 2005 hefur þessi hóflega veiði verið predikuð af Skotvís og Umhverfisstofnun og fleirum og menn hafa verið að bregðast mjög vel við því. Veiðin hefur minnkað um rúmlega helming frá því hún var mest, þá voru skotnar 168 þúsund rjúpur en núna þegar það er toppár eru verið að skjóta 60 til 80 þúsund. Og í lélegu ári eins og núna erum við að skjóta 30 þúsund“, segir Áki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×