Reiða skjaldbakan Terry á fyndnustu dýralífsmynd ársins Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2020 10:02 Skjaldbakan Terry var á fyndnustu dýralífsmynd ársins. Comedy Wildlife Photography Awards Fyndnasta dýralífsmynd ársins er af dónalegri skjaldböku sem kallast Terry. Myndin var tekin undan ströndum Lady Ellioteyju í Ástralíu og virðist Terry verulega ósáttur við að mynd hafi verið tekin af honum. Í rauninni er Terry þó bara að synda og ekki senda ljósmyndaranum Mark Fitzpatrick, fingurinn, eða tánna, eftir því hvernig á það er litið. Úrslit hinna árlegu Comedy Wildlife Photography Awards voru tilkynnt í gær. Þeim er ætlað að létta lund fólks en á sama tíma boða mikilvægi þess að vernda dýralíf í heiminum. Alls bárust sjö þúsund myndir í keppnina að þessu sinni en þær voru fjögur þúsund í fyrra. Fitzpatrick segist vonast til þess að myndin af Terry getur hjálpað fólki að hlæja á þessu erfiða ári og ýta undir dýravernd. Comedy Wildlife Photography Awards eru haldin af sömu aðilum og halda Mars Petcare Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi. Hér að neðan má sjá mynd FItzpatrick og aðrar myndir sem unnu til verðlauna þetta árið. Skjaldbakan Terry virtist reiður yfir því að mynd væri tekin af honum.Mark Fitzpatrick/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd af fílaselum ber heitið „Ég þurfti að vinna frameftir“.Luis Burgueño/Comedy Wildlife Photography Awards Thomas Vijayan tók þessa kostulegu mynd af ungum apa leika sér í Indlandi.Thomas Vijayan/Comedy Wildlife Photography Awards Sæljón í jóga.Sue Hollis/Comedy Wildlife Photography Awards Þessar myndir bera heitið „banvænt prump“ og segir nafnið nóg.Daisy Gilardini/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd heitir O sole mio og var tekin í Ungverjalandi.Krànitz Roland/Comedy Wildlife Photography Awards Ungur refur virðist eiga í viðræðum við mat sinn.Ayala Fishaimer/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd var tekin í Indlandi og sýnir mögulega meðlimi alræmds hjólagengis. Kannski ekki.Yevhen Samuchenko/Comedy Wildlife Photography Awards Páfuglar virðast einnig stunda félagsforðun.Petr Sochman/Comedy Wildlife Photography Awards Reglur eru til þess að brjóta þær.Sally Lloyd Jones/Comedy Wildlife Photography Awards Ungt ljón læðist aftan að bróður sínum.Olin Rogers/Comedy Wildlife Photography Awards Lundi virðist neita að deila mat með vini sínum.Krisztina Scheeff/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi drekafluga virtist óttast það að verið væri að taka myndir af henni.Tim Hearn/Comedy Wildlife Photography Awards Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti fiskur í heimi.Arthur Telle/Comedy Wildlife Photography Awards Hér eru sem fæst orð best.Megan Lorenz/Comedy Wildlife Photography Awards Dýr Grín og gaman Ljósmyndun Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira
Fyndnasta dýralífsmynd ársins er af dónalegri skjaldböku sem kallast Terry. Myndin var tekin undan ströndum Lady Ellioteyju í Ástralíu og virðist Terry verulega ósáttur við að mynd hafi verið tekin af honum. Í rauninni er Terry þó bara að synda og ekki senda ljósmyndaranum Mark Fitzpatrick, fingurinn, eða tánna, eftir því hvernig á það er litið. Úrslit hinna árlegu Comedy Wildlife Photography Awards voru tilkynnt í gær. Þeim er ætlað að létta lund fólks en á sama tíma boða mikilvægi þess að vernda dýralíf í heiminum. Alls bárust sjö þúsund myndir í keppnina að þessu sinni en þær voru fjögur þúsund í fyrra. Fitzpatrick segist vonast til þess að myndin af Terry getur hjálpað fólki að hlæja á þessu erfiða ári og ýta undir dýravernd. Comedy Wildlife Photography Awards eru haldin af sömu aðilum og halda Mars Petcare Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi. Hér að neðan má sjá mynd FItzpatrick og aðrar myndir sem unnu til verðlauna þetta árið. Skjaldbakan Terry virtist reiður yfir því að mynd væri tekin af honum.Mark Fitzpatrick/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd af fílaselum ber heitið „Ég þurfti að vinna frameftir“.Luis Burgueño/Comedy Wildlife Photography Awards Thomas Vijayan tók þessa kostulegu mynd af ungum apa leika sér í Indlandi.Thomas Vijayan/Comedy Wildlife Photography Awards Sæljón í jóga.Sue Hollis/Comedy Wildlife Photography Awards Þessar myndir bera heitið „banvænt prump“ og segir nafnið nóg.Daisy Gilardini/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd heitir O sole mio og var tekin í Ungverjalandi.Krànitz Roland/Comedy Wildlife Photography Awards Ungur refur virðist eiga í viðræðum við mat sinn.Ayala Fishaimer/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd var tekin í Indlandi og sýnir mögulega meðlimi alræmds hjólagengis. Kannski ekki.Yevhen Samuchenko/Comedy Wildlife Photography Awards Páfuglar virðast einnig stunda félagsforðun.Petr Sochman/Comedy Wildlife Photography Awards Reglur eru til þess að brjóta þær.Sally Lloyd Jones/Comedy Wildlife Photography Awards Ungt ljón læðist aftan að bróður sínum.Olin Rogers/Comedy Wildlife Photography Awards Lundi virðist neita að deila mat með vini sínum.Krisztina Scheeff/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi drekafluga virtist óttast það að verið væri að taka myndir af henni.Tim Hearn/Comedy Wildlife Photography Awards Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti fiskur í heimi.Arthur Telle/Comedy Wildlife Photography Awards Hér eru sem fæst orð best.Megan Lorenz/Comedy Wildlife Photography Awards
Dýr Grín og gaman Ljósmyndun Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira