Manchester City ekki í vand­ræðum í Frakk­landi

Leikmenn Manchester City fagna öðru marki liðsins í kvöld.
Leikmenn Manchester City fagna öðru marki liðsins í kvöld. EPA-EFE/Guillaume Horcajuelo

Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með Marseille á útivelli er liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, lokatölur 3-0 City í vil. Í hinum leik riðilsins vann Porto 2-0 sigur á Olympiacos.

Fyrsta mark leiksins í Marsaille kom eftir aðeins 18 mínútur og það gerði Ferran Torres eftir sendingu Kevin De Bruyne. Staðan orðin 1-0 gestunum í vil. Var þetta annað mark Torres í jafn mörgum leikjum fyrir City í Meistaradeildinni.

Staðan var 1-0 þangað til tæplega 15 mínútur voru til leiksloka þegar Ilkay Gundogan tvöfaldaði forystu gestanna eftir darraðardans í vítateig heimamanna. Raheem Sterling fullkomnaði svo öruggan sigur lærisveina Pep Guardiola með skoti af stuttu færi eftir frábæra sendingu De Bruyne. Lokatölur 3-0 og City með fullt hús stiga á toppi riðilsins.

Í hinum leik C-riðils vann Porto þægilegan 2-0 heimasigur á Olympiacos frá Grikklandi. Fabio Vieira skoraði í fyrri hálfleik og Sergio Oliveira í þeim síðari.

Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson er ekki skráður í Meistaradeildarhóp gríska félagsins og var því ekki í leikmannahópi þeirra í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.