„Hef kostað samfélagið í kringum tvö hundruð milljónir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2020 11:31 Guðmundur hefur í nokkur ár verið formaður Afstöðu. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu sat í fangelsi í sextán ár fyrir fíkniefnasmygl, bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Í dag er hann frjáls maður og einbeitir sér að málum fanga hér á landi. Hann gagnrýnir fangelsismál á Íslandi og líkir fangelsum við geymslu, þar sé eitruð menning og erfitt fyrir einstaklinga sem sitja þar inni að koma betrumbættir út í samfélagið á ný. Hann segir það kosta samfélagið margfalt meira að fá sömu einstaklingana út í samfélagið án þess að þeir hafi fengið viðeigandi aðstoð. Eva Laufey Kjaran ræddi við Guðmund Inga nú á dögunum og fékk að heyra hans sögu og hvernig leiddist út á þessa braut. „Ég fer í rauninni út í það harða neyslu að ég tapa öllu sem ég átti. Maður þarf að viðhalda ákveðnum lífsstandard og því lá það beinast við að fara í innflutning,“ segir Guðmundur. „Maður hugsar aldrei um þann hluta að lenda í fangelsi, maður er bara í neyslu og þarf að viðhalda henni. Það er rangt að harðir dómar hafi forvarnargildi.“ Verða ítrekað fyrir áfalli Guðmundur segist aldrei hafa hitt neinn í fangelsi sem vilji ekki breyta og snúa lífi sínu við en stuðninginn vantar sárlega. Guðmundur endaði í fangelsi rétt fyrir aldamótin. „Flestir sem eru að fara í fangelsi hafa orðið fyrir einhvers konar áfalli í æsku eða einhverskonar röskun eða félagslegum vanda. Þegar þú kemur í fangelsi er síðan annað áfall sem gerist þar sem þarf síðan að vinna úr seinna. Svo þegar þú færð þungan dóm þá kemur enn eitt áfallið. Ég vissi í bæði skiptin að ég fengi þungan dóm en það er samt áfall.“ Hann segir að þrátt fyrir að það vanti mikið í kerfið á Íslandi séu jákvæðir punktar og þá helst þrepaskiptingin sem gerir föngum kleift að afplána hluta af fangelsisdómi sínum fyrir utan fangelsi en það vanti ákveðna endurhæfingu þegar fangar afplána. „Það er ekkert í boði. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Við ætlum að hjálpa þér að verða það. Það var bara ekkert þannig og nám í fangelsum er að mjög skornum skammti. Það er mikil neysla inn í fangelsunum og þú sogast inn í mjög svartan húmor og eitraða menningu. Það er misskilningur að setja fólk í geymslu í x tíma að hann lagist bara við það. Að hann verði betri eftir þann tíma, þvert á móti þá verður hann verri.“ Hann segir að það sé mikill sparnaður í því að reyna eftir bestu getu að betrumbæta fangana inn í fangelsunum. „Ég reiknaði það einhver tímann að ég sjálfur hef kostað samfélagið í kringum tvö hundruð milljónir. Segjum að við tækum tíu prósent af þessari upphæð og myndum vinna markvisst með manneskjunni frá byrjun og veita henni þá menntun sem hún þarf. Þá eru menn að koma út með eitthvað í farteskinu og koma út með menntun og starfsþjálfun og geta farið strax að vinna,“ segir Guðmundur sem stefnir sjálfur á það að fara út í stjórnmál og bæta réttindi fanga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fangelsismál Ísland í dag Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu sat í fangelsi í sextán ár fyrir fíkniefnasmygl, bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Í dag er hann frjáls maður og einbeitir sér að málum fanga hér á landi. Hann gagnrýnir fangelsismál á Íslandi og líkir fangelsum við geymslu, þar sé eitruð menning og erfitt fyrir einstaklinga sem sitja þar inni að koma betrumbættir út í samfélagið á ný. Hann segir það kosta samfélagið margfalt meira að fá sömu einstaklingana út í samfélagið án þess að þeir hafi fengið viðeigandi aðstoð. Eva Laufey Kjaran ræddi við Guðmund Inga nú á dögunum og fékk að heyra hans sögu og hvernig leiddist út á þessa braut. „Ég fer í rauninni út í það harða neyslu að ég tapa öllu sem ég átti. Maður þarf að viðhalda ákveðnum lífsstandard og því lá það beinast við að fara í innflutning,“ segir Guðmundur. „Maður hugsar aldrei um þann hluta að lenda í fangelsi, maður er bara í neyslu og þarf að viðhalda henni. Það er rangt að harðir dómar hafi forvarnargildi.“ Verða ítrekað fyrir áfalli Guðmundur segist aldrei hafa hitt neinn í fangelsi sem vilji ekki breyta og snúa lífi sínu við en stuðninginn vantar sárlega. Guðmundur endaði í fangelsi rétt fyrir aldamótin. „Flestir sem eru að fara í fangelsi hafa orðið fyrir einhvers konar áfalli í æsku eða einhverskonar röskun eða félagslegum vanda. Þegar þú kemur í fangelsi er síðan annað áfall sem gerist þar sem þarf síðan að vinna úr seinna. Svo þegar þú færð þungan dóm þá kemur enn eitt áfallið. Ég vissi í bæði skiptin að ég fengi þungan dóm en það er samt áfall.“ Hann segir að þrátt fyrir að það vanti mikið í kerfið á Íslandi séu jákvæðir punktar og þá helst þrepaskiptingin sem gerir föngum kleift að afplána hluta af fangelsisdómi sínum fyrir utan fangelsi en það vanti ákveðna endurhæfingu þegar fangar afplána. „Það er ekkert í boði. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Við ætlum að hjálpa þér að verða það. Það var bara ekkert þannig og nám í fangelsum er að mjög skornum skammti. Það er mikil neysla inn í fangelsunum og þú sogast inn í mjög svartan húmor og eitraða menningu. Það er misskilningur að setja fólk í geymslu í x tíma að hann lagist bara við það. Að hann verði betri eftir þann tíma, þvert á móti þá verður hann verri.“ Hann segir að það sé mikill sparnaður í því að reyna eftir bestu getu að betrumbæta fangana inn í fangelsunum. „Ég reiknaði það einhver tímann að ég sjálfur hef kostað samfélagið í kringum tvö hundruð milljónir. Segjum að við tækum tíu prósent af þessari upphæð og myndum vinna markvisst með manneskjunni frá byrjun og veita henni þá menntun sem hún þarf. Þá eru menn að koma út með eitthvað í farteskinu og koma út með menntun og starfsþjálfun og geta farið strax að vinna,“ segir Guðmundur sem stefnir sjálfur á það að fara út í stjórnmál og bæta réttindi fanga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fangelsismál Ísland í dag Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira