Norskur FIFA-dómari kom út úr skápnum og á alla forsíðuna hjá VG í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 09:30 Tom Harald Hagen að dæma Evrópudeildarleik á milli Newcastle United og FC Metalist Kharkiv á St James' Park. Getty/Stu Forster Stærsta blað Norðmanna fagnar því að einn fremsti FIFA-dómari Norðmanna hafi kom út úr skápnum í gær. Norski FIFA-dómarinn Tom Harald Hagen sagði frá því í viðtali við staðablaðið sitt Glåmdalen í gær að hann sé samkynhneigður. Norska stórblaðið Verdens Gang gerir mikið úr því í gær og dag að einn besti knattspyrnudómari landsins hafi komið út úr skápnum. Hingað til hefur enginn knattspyrnumaður eða knattspyrnuþjálfari í Noregi komið út út skápnum sem hommi og þykir ákvörðun Tom Harald Hagen vera bæði hugrökk og mikil himnasending í baráttunni við fordóma gagnvart samkynhneigð í norskum fótbolta. Tom Harald Hagen á þannig alla forsíðuna á íþróttakálfi Verdens Gang í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má sjá risastóra mynd af Hagen og um leið er titill blaðsins í öllum regnbogans litum. Vår forside i morgen pic.twitter.com/BLla2tEPGu— VG Sporten (@vgsporten) October 26, 2020 „Ég hef hægt og rólega fengið meira sjálfstraust og lífið mitt er gott í dag. Mér finnst það mikilvægt að fela ekkert og þar á meðal það að ég sé samkynhneigður. Ég hef lifað þannig allt mitt líf og það er ekki eitthvað sem ég að hugsa um. Það er mitt daglegt líf, mín sambönd, mín fjölskylda og mín fótboltafjölskylda. Ég get farið út með höfuðið hátt nema þegar ég klúðra einhverjum ákvörðunum á fótboltavellinum,“ sagði Tom Harald Hagen í viðtalinu úr Glåmdalen sem Verdens Gang fékk að endurbirta. Hagen segir að það sé örlítið ógnvekjandi að koma fram með þetta í fjölmiðlum en er á því að tímasetningin sé góð. Tom Harald Hagen er 42 ára gamall, hefur dæmt í norsku úrvalsdeildinni í fjórtán ár og hefur verið alþjóðlegur dómari frá árinu 2009. Toppdommer Tom Harald Hagen står frem som homofil https://t.co/tkf24aXUEx— VG Sporten (@vgsporten) October 26, 2020 Norski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Fleiri fréttir Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Sjá meira
Stærsta blað Norðmanna fagnar því að einn fremsti FIFA-dómari Norðmanna hafi kom út úr skápnum í gær. Norski FIFA-dómarinn Tom Harald Hagen sagði frá því í viðtali við staðablaðið sitt Glåmdalen í gær að hann sé samkynhneigður. Norska stórblaðið Verdens Gang gerir mikið úr því í gær og dag að einn besti knattspyrnudómari landsins hafi komið út úr skápnum. Hingað til hefur enginn knattspyrnumaður eða knattspyrnuþjálfari í Noregi komið út út skápnum sem hommi og þykir ákvörðun Tom Harald Hagen vera bæði hugrökk og mikil himnasending í baráttunni við fordóma gagnvart samkynhneigð í norskum fótbolta. Tom Harald Hagen á þannig alla forsíðuna á íþróttakálfi Verdens Gang í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má sjá risastóra mynd af Hagen og um leið er titill blaðsins í öllum regnbogans litum. Vår forside i morgen pic.twitter.com/BLla2tEPGu— VG Sporten (@vgsporten) October 26, 2020 „Ég hef hægt og rólega fengið meira sjálfstraust og lífið mitt er gott í dag. Mér finnst það mikilvægt að fela ekkert og þar á meðal það að ég sé samkynhneigður. Ég hef lifað þannig allt mitt líf og það er ekki eitthvað sem ég að hugsa um. Það er mitt daglegt líf, mín sambönd, mín fjölskylda og mín fótboltafjölskylda. Ég get farið út með höfuðið hátt nema þegar ég klúðra einhverjum ákvörðunum á fótboltavellinum,“ sagði Tom Harald Hagen í viðtalinu úr Glåmdalen sem Verdens Gang fékk að endurbirta. Hagen segir að það sé örlítið ógnvekjandi að koma fram með þetta í fjölmiðlum en er á því að tímasetningin sé góð. Tom Harald Hagen er 42 ára gamall, hefur dæmt í norsku úrvalsdeildinni í fjórtán ár og hefur verið alþjóðlegur dómari frá árinu 2009. Toppdommer Tom Harald Hagen står frem som homofil https://t.co/tkf24aXUEx— VG Sporten (@vgsporten) October 26, 2020
Norski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Fleiri fréttir Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Sjá meira