Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 21:02 Vísir/Hafþór Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni sem kom upp um borð fljótlega eftir að skipið lagði út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. Skipverjar hafa lýst miklu veikindum og telja útgerðina, Hraðfrystihúsið Gunnvöru, ekki hafa haft heilsu þeirra að leiðarljósi. Þá hefur lögregla hafið rannsókn á atburðunum á frystitogaranum. Í tilkynningu á vef Verkalýðsfélags Vestfjarða segir að stéttarfélög áhafnarinnar hafi tekið höndum saman vegna málsins. Funduðu fulltrúar stéttarfélaganna með lögmönnum í morgun „um sameiginlegar aðgerðir vegna framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti um borð í togaranum,“ líkt og segir á vef stéttarfélagsins. Umrædd stéttarfélög eru auk Verkalýðsfélags Vestfjarða, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna. Telja framgönguna vítaverða Segir á vef Verkalýðsfélags Vestfjarða að félögin fimm telji framgöngu útgerðar togarans vera vítaverða og að ákveðið hafi verið að kæra málið til lögreglu. Auk þess er þess krafist að fram fari sjópróf, en Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ólíklegt væri að sjópróf færu fram, það heyri til undantekninga að slíkt sé gert. Stéttarfélögin vilja engu að síður að málið verið rannsakað ítarlega. „Stéttarfélögin eru sammála um að nauðsynlegt sé að rannsaka málið í kjölinn, fá allar staðreyndir upp á yfirborðið og draga þá til ábyrgðar sem stóðu að þeirri ákvörðun að halda skipinu til veiða í stað þess að bregðast við stöðunni með ábyrgum hætti.“ Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Framkvæmdastjórinn nýtur fulls trausts Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar sem gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson, nýtur traust stjórnar til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan. 26. október 2020 12:59 Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26 Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það sorglegt hvernig í pottinn var búið um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni. 25. október 2020 12:13 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni sem kom upp um borð fljótlega eftir að skipið lagði út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. Skipverjar hafa lýst miklu veikindum og telja útgerðina, Hraðfrystihúsið Gunnvöru, ekki hafa haft heilsu þeirra að leiðarljósi. Þá hefur lögregla hafið rannsókn á atburðunum á frystitogaranum. Í tilkynningu á vef Verkalýðsfélags Vestfjarða segir að stéttarfélög áhafnarinnar hafi tekið höndum saman vegna málsins. Funduðu fulltrúar stéttarfélaganna með lögmönnum í morgun „um sameiginlegar aðgerðir vegna framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti um borð í togaranum,“ líkt og segir á vef stéttarfélagsins. Umrædd stéttarfélög eru auk Verkalýðsfélags Vestfjarða, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna. Telja framgönguna vítaverða Segir á vef Verkalýðsfélags Vestfjarða að félögin fimm telji framgöngu útgerðar togarans vera vítaverða og að ákveðið hafi verið að kæra málið til lögreglu. Auk þess er þess krafist að fram fari sjópróf, en Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ólíklegt væri að sjópróf færu fram, það heyri til undantekninga að slíkt sé gert. Stéttarfélögin vilja engu að síður að málið verið rannsakað ítarlega. „Stéttarfélögin eru sammála um að nauðsynlegt sé að rannsaka málið í kjölinn, fá allar staðreyndir upp á yfirborðið og draga þá til ábyrgðar sem stóðu að þeirri ákvörðun að halda skipinu til veiða í stað þess að bregðast við stöðunni með ábyrgum hætti.“
Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Framkvæmdastjórinn nýtur fulls trausts Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar sem gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson, nýtur traust stjórnar til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan. 26. október 2020 12:59 Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26 Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það sorglegt hvernig í pottinn var búið um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni. 25. október 2020 12:13 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Framkvæmdastjórinn nýtur fulls trausts Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar sem gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson, nýtur traust stjórnar til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan. 26. október 2020 12:59
Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26
Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það sorglegt hvernig í pottinn var búið um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni. 25. október 2020 12:13
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55