Erlent

Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þetta er tunglið.
Þetta er tunglið. Getty/Photostory

Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu, og það í meira mæli en áður var talið.

Fyrri rannsóknir höfðu gefið til kynna að finna mætti vatnssameindir á tunglinu og þá á svæðum þar sem sólin nær aldrei að snerta með sólargeislum sínum. Í þetta skipti benda gögnin hins vegar til þess að vatnssameindir sé einnig að finna á svæðum þar sem sólin skín, og er því talið að finna megi vatn í meira mæli en fyrri rannsóknir höfðu bent til.

Einn af vísindamönnunum sem tók þátt í rannsóknunum segir vatnsmagnið jafngilda um 300 millilítrum á hvern rúmmetra af tungljarðvegi en enn á eftir að rannsaka hversu aðgengilegt vatnið er og nákvæmlega hvernig það hefur safnast fyrir, þar sem það hefur safnast fyrir.

Niðurstöðurnar gætu haft áhrif á tunglferðir framtíðarinnar þar sem mögulega er hægt að nýta vatnið sem finnst á tunglinu til drykkjar, svo dæmi séu tekin.

Nánar má lesa um þessa uppgötvun á vef NASA.

Vísindagreinarnar þar sem niðurstöðurnar eru kynntar má lesa hér og hér.


Tengdar fréttir

Ætla að senda geim­fara til suður­póls tunglsins árið 2024

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur kynnt áætlun sína um að senda menn til tunglsins í fyrsta sinn frá árinu 1972. Þetta verður fyrsta mannaða geimferðin til suðurpóls tunglsins og í fyrsta sinn sem kona verður um borð.



Starship nú í forgangi hjá SpaceX

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×