„Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2020 15:00 Íslenska kvennalandsliðið er ósigrað í undankeppni EM. vísir/vilhelm Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, hefur litlar áhyggjur af ungu leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Svíþjóð í Gautaborg í undankeppni EM annað kvöld. Um er að ræða hálfgerðan úrslitaleik um 1. sætið í F-riðli undankeppninnar. Svíþjóð er með sextán stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Íslandi sem á leik til góða. Þær Alexandra Jóhannsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn Svíþjóð sem lyktaði með 1-1 jafntefli. Þær stóðu fyrir sínu og gott betur og Máni á ekki von á neinu öðru í leiknum á morgun. „Kannski er þetta einhvers konar áheyrnarprufa fyrir þær því þær hafa bara spilað í Pepsi Max-deildinni hér heima. Það verða reyndar engir áhorfendur í Svíþjóð þannig að ég vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022 þar sem verða 30 þúsund manns á vellinum. Ég hef engar áhyggjur af því að þær standi ekki undir því þessar þrjár, Alexandra [Jóhannsdóttir], Sveindís [Jane Jónsdóttir] og Karólína [Lea Vilhjálmsdóttir]. Þetta eru óttalaus kvikindi ef svo má að orði komast,“ sagði Máni í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Hann segir að Svíar séu sigurstranglegri, enda með gríðarlega sterkt lið sem endaði í 3. sæti á HM í Frakklandi í fyrra. Jafntefli yrðu frábær úrslit „Möguleikarnir eru ekkert sérstaklega miklir ef við horfum alveg raunsætt á þetta. Það vantar Dagnýju [Brynjarsdóttur] og það er rándýrt því við þurfum alla okkar lykilmenn í svona leiki. Við höfum ekki úr sama fjölda af leikmönnum að moða og Svíþjóð,“ sagði Máni. „Sigurlíkur okkar eru ekkert sérstaklega miklar en við getum alveg náð jafntefli með smá heppni. Og það væru frábær úrslit.“ Máni segir að íslenska liðið hafi verið djarft og hugrakkt í fyrri leiknum gegn Svíþjóð. Hann segir að sé væntanlega farsælast að setja öryggið á oddinn í leiknum annað kvöld. Þurfum að koma fleiri leikmönnum í bestu deildirnar „Mér fannst við vera mjög hugrakkar á Laugardalsvellinum, sérstaklega í seinni hálfleiknum þar sem við sóttum á þær. Við skulum átta okkur á því að það eru miklu fleiri leikmenn Svíanna að spila í sterkustu deildum heims heldur en Íslendingarnir. Það er kannski mál sem við þurfum að skoða sérstaklega, hvort við þurfum ekki að koma fleiri leikmönnum í sterkustu deildir heims,“ sagði Máni. „Ég myndi alltaf leggja þetta þannig upp að fara aftarlega á völlinn, bíða eftir þeim þar og beita skyndisóknum. Ef við þurfum að setja mark gerum við það.“ Klippa: Sportpakkinn - Máni um leikinn gegn Svíum EM 2021 í Englandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, hefur litlar áhyggjur af ungu leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Svíþjóð í Gautaborg í undankeppni EM annað kvöld. Um er að ræða hálfgerðan úrslitaleik um 1. sætið í F-riðli undankeppninnar. Svíþjóð er með sextán stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Íslandi sem á leik til góða. Þær Alexandra Jóhannsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn Svíþjóð sem lyktaði með 1-1 jafntefli. Þær stóðu fyrir sínu og gott betur og Máni á ekki von á neinu öðru í leiknum á morgun. „Kannski er þetta einhvers konar áheyrnarprufa fyrir þær því þær hafa bara spilað í Pepsi Max-deildinni hér heima. Það verða reyndar engir áhorfendur í Svíþjóð þannig að ég vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022 þar sem verða 30 þúsund manns á vellinum. Ég hef engar áhyggjur af því að þær standi ekki undir því þessar þrjár, Alexandra [Jóhannsdóttir], Sveindís [Jane Jónsdóttir] og Karólína [Lea Vilhjálmsdóttir]. Þetta eru óttalaus kvikindi ef svo má að orði komast,“ sagði Máni í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Hann segir að Svíar séu sigurstranglegri, enda með gríðarlega sterkt lið sem endaði í 3. sæti á HM í Frakklandi í fyrra. Jafntefli yrðu frábær úrslit „Möguleikarnir eru ekkert sérstaklega miklir ef við horfum alveg raunsætt á þetta. Það vantar Dagnýju [Brynjarsdóttur] og það er rándýrt því við þurfum alla okkar lykilmenn í svona leiki. Við höfum ekki úr sama fjölda af leikmönnum að moða og Svíþjóð,“ sagði Máni. „Sigurlíkur okkar eru ekkert sérstaklega miklar en við getum alveg náð jafntefli með smá heppni. Og það væru frábær úrslit.“ Máni segir að íslenska liðið hafi verið djarft og hugrakkt í fyrri leiknum gegn Svíþjóð. Hann segir að sé væntanlega farsælast að setja öryggið á oddinn í leiknum annað kvöld. Þurfum að koma fleiri leikmönnum í bestu deildirnar „Mér fannst við vera mjög hugrakkar á Laugardalsvellinum, sérstaklega í seinni hálfleiknum þar sem við sóttum á þær. Við skulum átta okkur á því að það eru miklu fleiri leikmenn Svíanna að spila í sterkustu deildum heims heldur en Íslendingarnir. Það er kannski mál sem við þurfum að skoða sérstaklega, hvort við þurfum ekki að koma fleiri leikmönnum í sterkustu deildir heims,“ sagði Máni. „Ég myndi alltaf leggja þetta þannig upp að fara aftarlega á völlinn, bíða eftir þeim þar og beita skyndisóknum. Ef við þurfum að setja mark gerum við það.“ Klippa: Sportpakkinn - Máni um leikinn gegn Svíum
EM 2021 í Englandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira