Fótbolti

Alfons og félagar styrktu stöðu sína á toppnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfons Sampsted

Alfons Sampsted var á sínum stað í byrjunarliði Bodo/Glimt sem fékk Mjöndalen í heimsókn í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Alfons lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Bodo/Glimt þar sem Kasper Junker gerði bæði mörkin.

Alfons og félagar eru komnir með aðra hönd á meistaratitilinn þar sem þeir hafa góða forystu á toppi deildarinnar. Bodo/Glimt er með 59 stig, sextán stigum meira en Molde, sem er í 2.sæti, þegar átta umferðum er ólokið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.